Innlent

Eldur logaði í gámi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Faxafeni á fjórða tímanum í nótt þar sem kveikt hafði verið í blaðagámi. Að sögn lögreglu var um lítinn eld að ræða og gekk greiðlega að slökkva hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið tíðindalítil. Fáir hafi verið á ferli í miðbænum og allt gengið vel fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×