Innlent

Fimm líkamsárásir í nótt

Mikill erill var í miðborg Reykjavíkur.
Mikill erill var í miðborg Reykjavíkur.

Fimm líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina í nótt. Alla árásirnar eru minniháttar líkamsárásir. Talsverður erill var í miðborginni en fangageymslur lögreglunnar eru fullar.

Allir skólar eru í fríi ásamt flestum vinnustöðum landsins. Því var mikið af fólki samankomið í miðborginni.

Fjórir voru teknir ölvaðir undir stýri. Þá var einn hraðapési stöðvaður eftir að hann ók á 145 kílómetra hraða á Kringlumýrabrautinni, en þar er hámarkshraði eingöngu áttatíu kílómetrar á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×