Innlent

Lamdi son sinn með hárbursta

Móðirinn sló son sinn með hárbursta.
Móðirinn sló son sinn með hárbursta.

Bresk móðir missti stjórn á skapi sínu og lamdi tíu ára gamlan son sinn með hárbursta í öxlina. Móðirinn sagðist hafa gert það því drengurinn hafi verið að drolla og ekki viljað klæða sig í fötin sín. Í ljósi þess að þau voru að verða sein, og móðirinn var verulega stressuð að eigin sögn, þá sló hún hann í öxlina tvívegis með hárburstanum.

Málið vatt hinsvegar hressilega upp á sig því kennari í skólanum tók eftir því að drengnum var illt í öxlinni. Hann sagði kennararnum hvað hefði gerst, og í kjölfarið voru yfirvöld látinn vita.

Drengurinn var umsvifalaust tekinn af móðurinni og hún kærð fyrir líkamsárás. Hún játaði að hafa slegið hann tvisvar með hárburstanum, þetta hafi þó verið einangrað tilvik og ekki til þess fallið að meiða drenginn. Dómstólar í Bretlandi viðurkenndu að móðirinn gengi augljóslega ekki í skrokk á drengnum sínum reglulega og að um einangrað tilvik hafi veirð að ræða.

Hún fær núna að hitta son sinn undir eftirliti í tvo tíma á dag en drengurinn er vistaður á fósturheimili núna.

Móðirinn vonast til þess að fá son sinn aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×