Innlent

Fréttablaðskassar á Álftanesi

Íbúar á Álftanesi geta frá og með deginum í dag nálgast Fréttablaðið í svokölluðum Fréttablaðskössum, sem hafa verið settir upp við götur sveitarfélagsins.

Hætt var að bera út Fréttablaðið í hús á Álftanesi um síðustu mánaðamót. Var það liður í sparnaðaraðgerðum útgefanda blaðsins. Að sögn Jóns Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins, bárust mikil viðbrögð frá íbúum Álftaness við þeirri ákvörðun.

„Það er auðvitað slæmt að þurfa að draga úr þjónustunni en eftir áföllin í efnahagslífi landsins verðum við að gæta ítrasta aðhalds við útgáfu blaðsins. Það er á hinn bóginn gott að fá þessu sterku viðbrögð. Það sýnir okkur að fólk kann virkilega að meta Fréttablaðið. Dreifingin með Fréttablaðskössunum kemur til móts við þá miklu eftirpurn sem er eftir blaðinu.“

Nánari upplýsingar um staðsetningar Fréttablaðskassana á Álftanesi verða birtar í Fréttablaðinu á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×