Innlent

Ölvunareftirlit á Akureyri

Lögreglan á Akureyri er með sérstak ölvunareftirlit í bænum en mikið af ferðafólki hefur verið að streyma til bæjarins. Lögreglan hafði þegar stöðvað tugi ökumanna í morgun og kannað ástand þeirra en fæstir reyndust ölvaðir. Að sögn varðstjóra verður eftirlitið eins yfir helgina og hvetur fólk til þess að aka ekki eftir að hafa drukkið áfengi.

Mikið af fólki er komið til Ísafjarðar en þar er bæði Skíðavika auk þess sem tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst á morgun. Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði var nóttin róleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×