Fleiri fréttir

Kreppan mun dýpri

Efnahagskreppa heimsins mun dýpka enn meira og batinn verða hægur. Þetta segir í hálfsársskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem kynnt var í gær. Þar segir að fátt bendi til að stöðugleika megi vænta í allra næstu framtíð.

Rice samþykkti pyntingar

Condoleezza Rice fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna samþykkti að CIA beitti grunaða hryðjuverkamenn pyntingum samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings.

Þjóðarráðið vann í Suður-Afríku

Afríska þjóðarráðið vinnur góðan sigur í þingkosningunum sem fram fóru í Suður-Afríku í gær. Búið er að telja áttatíu prósent atkvæða og hefur Þjóðarráðið fengið sextíu og fjögur prósent þeirra.

Vrúmmm

Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú að löggjafanum verði gert auðveldara að svipta menn ökuréttindum vegna hraðaksturs.

Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2009. Samtals úthlutar ráðherra 952 milljónum króna til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkrunarheimilum, til endurbóta vegna öryggis- og aðgengismála, viðhalds á húsnæði og endurnýjun búnaðar og til uppbyggingar á félagsaðstöðu fyrir aldraða.

Hálkublettir á Reykjanesbraut

Á Reykjanesbraut og víða á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir. Einnig eru hálkublettir á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Hálka er á Sandskeiði og á Hellisheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færður á slysadeild eftir árás með eggvopni

Karlmaður var í gærkvöldi fluttur á slysadeild eftir að til átaka kom í heimahúsi í Austurbænum sem endaði með maðurinn var skorinn í hökuna með eggvopn. Lögregla handtók tvo menn grunaða um verknaðinn og verða þeir yfirheyrðir í dag.

Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum

„Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu.

Málin þurfa að koma upp á yfirborðið

Helgi Hjörvar, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, var einn þeirra 17 einstaklinga sem fékk fjárstuðning frá Baugi og FL Group fyrir prófkjör 2006. Helgi fékk 900 þúsund krónur eftir því sem fram kemur í DV í dag. Helgi segir að fréttirnar varðandi styrk sem hann þáði frá Baugi og FL Group eigi ekki að koma á óvart.

Evrópumálin mikilvægasta mál kosninganna

„Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að láta asamstarfið stranda á þessu máli," sagði Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, á borgarafundi í kvöld. Hún sagði að það ætti ekki að vera með asa við inngöngu í Evrópusambandið. Það þyrfti að vera samstaða um málið.

Þóra Kristín kosin formaður Blaðamannafélags Íslands

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir var kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem fer fram nú í kvöld. Þóra hlaut 65% atkvæða en Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi fréttamaður í Kompási, var einnig í framboði. Um 100 manns kusu.

Össur vill ekki hækka skatta á fyrirtæki

Össur Skarphéðinsson segir að ekki megi hækka skatta á fyrirtæki þrátt fyrir að rekstur ríkissjóðs sé erfiður um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Össurar í þættinum „Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í dag. Össur, líkt og margir aðrir sem fram komu í þættinum, sagðist telja að nauðsynlegt væri að lækka stýrivexti Seðlabankans.

Reykræstu íbúð í Stakkahlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúð í Stakkahlíð rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna reyks sem lagði um íbúðina. Í ljós kom að einhverskonar óhapp hafði orðið við eldamennsku í íbúðinni sem olli reyknum. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og hurfu síðan á brott.

Aldrei verið beðinn um eitthvað í staðinn fyrir styrki

„Miðað vð það umhverfi sem þá var þá þóttu þetta ekki háar fjárhæðir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar vegna prófkjöra. Fram hefur komið í fjölmðlum að Guðlaugur Þór fékk samtals 4 milljónir króna frá FL Group og Baugi vegna styrkja.

VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu

„Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn

Fengu tæpar 12 milljónir frá Baugi

Baugur greiddi samtals 11,6 milljónir þeim 17 einstaklingum sem eru á lista DV yfir þá aðila sem fengu styrki fyrir prófkjör á árinu 2006. Fram hefur komið að upphæðirnar voru á bilinu 250 þúsund til tvær milljónir króna, en frambjóðendurnir fengu samsvarandi upphæðir greiddar frá FL Group. Í frétt DV kemur fram að listinn yfir styrkþega sé ekki tæmandi.

Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi.

Steinunn Valdís: Prófkjör kosta

Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 2 menn í Kraganum

Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur.

Hvernig á að bjarga atvinnulífinu?

Fréttamennirnir Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann halda áfram að krefja frambjóðendur svara við spurninga sem brenna á allri þjóðinni fyrir kosningarnar.

Fékk líka milljónir frá Baugi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar fékk tvær milljónir króna í styrk frá Baugi í prófkjörsbaráttunni árið 2006. Hún fékk einnig tvær milljónir frá FL Group líkt og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á fréttavef DV, dv.is, sem hefur undir höndum lista yfir þá sem þáðu styrki frá Baugi í prófkjörum fyrir þingkosningarnar 2007.

Sameining á bráðamóttökum Landspítala framfaraskref

Sameining á bráðamóttökum Landspítala á einn stað yrði mikið framfaraskref fyrir starfsemi sjúkrahússins, ef öll önnur bráðastarfsemi sjúkrahússins yrði jafnframt sameinuð á sama stað. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar læknaráðs Landspítala. Af slíku fyrirkomulagi hlytist bæði faglegur og fjárhagslegur ávinningur, að mati stjórnarinnar.

Samfylkingin með 35% í Reykjavík suður

Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi suður en fylgi flokksins mælist 34,7% í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem greint var frá í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þrír flokkar ná kjördæmakjörnum mönnum á þing samkvæmt könnuninni.

Vaxtastefnan snara um háls atvinnulífsins

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin hafi ítrekað sagt að koma verði atvinnulífinu af stað til að hægt sé að skapa störf. Lækka verði vexti hratt. „Vaxtastefnan hérlendis hefur verið sem snara um háls atvinnulífsins. Háir vextir hérlendis lama hundruð fyrirtækja í hverjum mánuði og koma þeim úr umferð. Munum að hávaxtastefnan er heimatilbúin og ein stærsta einstaka ástæðan fyrir því hversu illa er komið fyrir landinu okkar,“ sagði Þór í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Hann var endurkjörinn formaður með 74% greiddra atkvæða.

Fékk tvær milljónir frá Baugi

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk tvær milljónir króna frá Baugi í prófkjöri flokksins árið 2006 vegna þingkosninganna árið eftir. Þetta er sama upphæð og hann fékk frá FL Group í sama prófkjöri. Þetta fullyrðir fréttavefur DV, dv.is, í dag en þeir hafa undir höndum lista yfir þá sem fengu styrki frá Baugi í prófkjörinu.

Atvinnulaus sjálfstæðismaður á bak við nafnlausu auglýsingarnar

Einn af forsvarsmönnum hóps sem kallar sig Áhugafólk um endurreisn Íslands og birti nýverið umdeildar auglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu er flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu og undir hana skrifa Benedikt Guðmundsson og Sigurður Hjaltested. Í umræddum auglýsingum segir að bæði Vinstri grænir og Samfylkingin hafi talað um skattahækkanir í aðdraganda þingkosninganna. Flokkarnir hafa hinsvegar báðir gert athugasemdir við auglýsinguna og sagt þær uppfullar af rangfærslum. Sigurður segir í samtali við fréttastofu að þeir hafi fengið upplýsingarnar upp úr stefnu og viðtölum við frambjóðendur vinstriflokkanna í fjölmiðlum.

Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum.

Fulltrúar Framsóknarflokksins dýrastir

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna ferða- og dagpeningagreiðslna borgarfulltrúa og annarra fulltrúa borgarstjórnarflokkanna voru að minnsta kosti 16,3 milljónir króna á árunum 2006 til 2008. Heildargreiðslur vegna fulltrúa Framsóknarflokksins voru hlutfallslega hæstar miðað við fylgi í síðustu borgarstjórnarkosningum og fjölda borgarfulltrúa.

Segja fyrningu aflaheimilda aðför að 32.000 fjölskyldum í landinu

Félag ungs fólks í sjávarútvegi segir að fyrning aflaheimilda sé aðför að 32.000 fjölskyldum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir ennfremur að vinstriflokkarnir sem nú séu í framboði til Alþingis hafi það á stefnuskrám sínum að gera aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja upptækar undir yfirskrift fyrningarleiðar.

Skildu börnin sín eftir á pizzastað

Ítalska lögreglan leitar nú að þýsku pari sem skildi þrjú börn sín eftir á pizzastað um síðustu helgi. Börnin eru átta mánaða tveggja ára og fjögurra ára. Starfsfólk veitingastaðarins höfðu samband við lögregluna eftir að foreldrarnir fóru út til þess að fá sér sígarettu og komu ekki aftur.

Tamíl tígrar innikróaðir

Útlit er fyrir að komið sé að endalokum Tamíl tígra á Sri Lanka. Her þeirra er innikróaður á nokkurra ferkílómetra svæði í norðurhluta landsins.

Misskipting í vestrænum ríkjum jókst mest á Íslandi

Misskipting tekna varð meiri hér en í nokkru öðru vestrænu ríki á árunum 1993 til 2007. Þetta fullyrðir Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun Háskólans. Ríkustu tíu prósent Íslendinga tóku til sín fjörutíu prósent allra tekna í hittiðfyrra.

Þrjú hundruð manns taka þátt í hópmálsókn gegn bönkunum

Hátt í þrjú hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í hópmálsókn gegn bönkunum vegna lána sinna. Björn Þorri Viktorsson lögmaður segir marga íhuga alvarlega að hætta að borga af lánum sínum. Stefnt er að fyrsta prófmálið fari fyrir dómstóla strax í maí eða júní.

Átak til að rannsaka hugsanleg skattalagabrot

Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess.

Fangar á Litla-Hrauni kjósa til Alþingis í dag

Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna.

Íranar fagna boði um kjarnorkuviðræður

Yfirvöld í Íran taka vel í tilboð sex ríkja um að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun landsins. Bandaríkin eru í hópi þeirra sem vilja ræða við Írana um málið og í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem lesin var upp í íranska ríkisútvarpinu í dag var greint frá því að þar á bæ fagni menn uppbyggilegum viðræðum um málið.

Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna.

Barn fann gleymda byssu og skaut sig í höfuðið

Tólf ára gamall drengur í Flórída liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann fann skammbyssu, sem foreldrar hans höfðu gleymt að þau ættu, og skaut sig í höfuðið af slysni. Byssan var í skókassa inni í skáp og hafði verið þar síðan fjölskyldan flutti fyrir nokkrum árum.

Ferrari-safn í smíðum í Modena

Hinir nafntoguðu sportbílar, sem bera nafn hönnuðarins Enzo Ferrari og gera það gott jafnt í Formúla 1-kappakstrinum sem á götum úti um gervallan heiminn, eru nú um það bil að fá safn reist til heiðurs sér og sögu sinni í Modena þar sem Ferrari fæddist árið 1898.

Krikketáhugamenn í hungurverkfalli

Hundruð vistmanna í fangelsi í indversku borginni Kolkata eru í hungurverkfalli eftir að yfirvöld neituðu þeim um sjónvarpstæki til að horfa á stórmót í krikket sem fram fer í Suður-Afríku um helgina en Indverjar senda landslið sitt á mótið.

Sjá næstu 50 fréttir