Fleiri fréttir

Ólafur F. vill innkalla lóðir Björgólfa

Ólafur F. Magnússon vill að borgin leysi til sín lóðir sem Björgólfsfeðgar eiga í Reykjavík. Hann hefur boðað tillöguflutning þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi. Er þar horft til lóða við Laugaveg þar sem listaháskóli er fyrirhugaður og Fríkirkjuveg 11.

Dani á áttræðisaldri ákærður fyrir kynferðisbrot

Danskur karlmaður á áttræðisaldri hefur verið úrskurðaður i fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa misnotað unga stúlku kynferðislega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Silkeborg. Maðurinn er í einangrun og lögreglan vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla í Danmörku. Þó þykir ljóst að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunni bæði áður og eftir en að hún varð 15 ára gömul.

VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna.

Framsóknarmenn vilja endurskoða samgönguáætlun

Það þarf að afla samneyslunni meiri tekna og útrýma ranglætinu úr skattakerfinu, að mati Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra og frambjóðanda VG til Alþingis. Ögmundur sagðist, í samtali við Heimi Má Pétursson og Sólveigu Bergmann á Stöð 2, vilja gera skattakerfið

Stjórnmálamenn fengu óeðlilega fyrirgreiðslu úr bönkum

Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal".

Eldur í húsi Bakkavarar

Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað að yfirgefnu húsi á Framnesvegi í Reykjanesbæ um sjöleytið í kvöld. Húsið er autt, en mikinn reyk leggur frá húsinu.

Stórfyrirtæki styrktu frambjóðendur um milljónir króna

Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar.

Tæknileg útfærsla hvenær þjóðin greiðir atkvæði um ESB

Vinstri grænir virðast tilbúnir að fallast á kröfu Samfylkingarinnar um að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir það samningsatriði og spurningu um tæknilega útfærslu á hvaða stigi leitað verði eftir vilja þjóðarinnar og nú sé tími til að opna allar gáttir í þessum efnum.

Þingmenn VG hlutu ekki styrki í prófkjörum

Enginn þingmaður VG né aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu hlutu styrki til að kosta prófkjörsbaráttuna enda stríðir það gegn reglum flokksins. Eini útlagði kostnaður þeirra sem háðu prófkjörið var vegna heimasíðuuppsetningar,

Stjórnendur fyrirtækja geti endurskipulagt skuldir þeirra

Efling atvinnulífsins er eina ábyrga leiðin til að lágmarka lánsfjárþörf ríkisins, eftir því sem fram kemur í tillögum sjálfstæðismanna um efnahagsmál sem kynntar voru á blaðamannafundi i dag. Markmið sjálfstæðismanna með

Hvernig á að stoppa upp í 180 milljarða fjárlagagat?

Frambjóðendur til Alþingis verða krafðir svara við spurningum sem brenna á þjóðinni strax á eftir kvöldfréttum á Stöð 2. Þá munu þau Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann spyrja hvernig stoppa eigi upp í 180 milljarða fjárlagagat.

Steingrímur: Sjálfstæðisflokkurinn á barmi örvæntingar

„Kosningabaráttan hefur gengið vel ef frá er talin örvænting Sjálfstæðisflokksins og hræðsluáróður og lygar í hans boði,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Að öðru leyti telur Steingrímur að yfirstandandi kosningabarátta hafi farið vel fram, en kosið verður til þings eftir fjóra daga.

Samstaða þrátt fyrir ræðu Íransforseta

Umdeild drög að lokaályktun á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma var samþykkt í dag einróma án breytinga og það þó ráðstefnunni í Genf í Sviss ljúki ekki fyrr en á föstudaginn. Lokayfirlýsingin staðfestir umdeilda yfirlýsingu af fyrri ráðstefnu sem haldin var í Durban í Suður-Afríku 2001.

Skútumennirnir komnir á Hraunið

Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni SIRTAKI í fyrrakvöld eru nú komnir í loftið og lenda á Selfossi innan skamms. Þaðan verða þeir síðan fluttir í gæsluvarðhald á Litla-Hraun. Það er flugvél flugmálastjórnar sem flytur mennina.

Margir vilja ganga frá við Kárahnjúkavirkjun

Þrettán fyrirtæki tóku þátt í útboði vegna frágangsverks við Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun óskaði í mars eftir tilboðum í frágang vinnusvæða á Fljótsdalsheiði, við Laugarfell og á Vestur-Öræfum.

Sjóræningi leiddur fyrir dómara í New York

Sómalski unglingurinn Abdiwali Abdiqadir Muse var í dag leiddur fyrir dómara í New York til að svara ákæru um sjórán. Muse er eini eftirlifandi sjóræninginn sem úr hópi sem tók bandaríska skipstjórann Richard Phillips í gíslingu undan strönd Sómalíu fyrr í mánuðinum eftir að sjóræningjunum mistókst að ræna flutningaskipinu Maersk Alabama.

Eiga fyrir ofurstyrkjum en vilja ekki endurgreiða strax

Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn eiga þær 55 milljónir sem hann hafi sagst ætla að endurgreiða FL Group og Landsbankanum. Hún sagðist ekki eiga von á því að styrkirnir yrðu endurgreiddir fyrir kosningar en Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði að þeir yrðu endurgreiddir þann 1.júní næstkomandi.

Ummæli Björgvins og Árna Páls óskynsamleg

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. „Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn eins og vönkuð kvíga

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að umtalsefni á heimasíðu sinni í dag. Þar segir hann hinn nýja formann einkum hafa getið sér góðs orðs fyrir einstakan hæfileika til að skipta oft um skoðun. Össur segir að frá landsfundi hafi Bjarna tekist að vera jafnoft á móti skattahækkunum, og með þeim. Það sé út af fyrir sig afrek á svo stuttum formannsferli.

Ók á ljósastaur í Kópavogi

Bíl var ekið á ljósastaur á hringtorgi við Dalveg í Kópavogi fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var talið að ökumaðurinn væri fastur í bílnum og því var tækjabíll sendur á staðinn ásamt sjúkrabifreið. Svo virðist vera sem maðurinn hafi komist út úr bílnum af sjálfsdáðum en óljóst er um meiðsli þar sem sjúkraflutningamenn eru enn á staðnum.

Papeyjarsmyglið: Skútumenn í gæsluvarðhald til 12.maí

Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson ásamt hollenskum karlmanni voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12.maí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands fyrir stundu. Þremenningarnir voru handteknir í skútunni Sirtaki í fyrrakvöld en grunur leikur á að skútan hafi komið með rúm 100 kíló af fíkniefnum hingað til lands.

19 milljarða ávinningur að sameina Landspítala

Milljarða ávinningur er af því að sameina Landspítalann samkvæmt nýrri úttekt sem Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, kynnti í hádeginu. Sérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS telja að ávinningurinn af því að sameina rekstur Landspítala vera um 19 milljarða króna á núvirði til næstu 40 ára. Mun dýrara sé fyrir íslenskt samfélag að reka Landspítalann áfram við núverandi aðstæður í Fossvogi og við Hringbraut en að sameina reksturinn.

150 þúsund almennir borgarar innlyksa

Uppreisnarmenn Tamíl Tígra á Srí Lanka saka stjórnarher landsins um að hafa varpað sprengjum á almenna borgara í sókn sinni í norðurhluta landsins. Stjórnvöld neita því og segja tígrana skjóta á borgara sem reyni að flýja átakasvæðið.

ESB vill draga umtalsvert úr fiskveiðum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að draga þurfi umtalsvert úr fiskveiðum á hafsvæði ESB. Þannig verði tryggt að fiskveiðar verði sjálfbærar. Fækka þurfi skipum og bátum, draga úr fjárstuðningi til greinarinnar og herða refsingar fyrir brot.

Hollendingurinn leigði skútuna á hálfa milljón

Dópsmyglararnir sem teknir voru nú um helgina staðgreiddu hálfa milljón króna fyrir tveggja vikna leigu á skútunni Sirtaki sem notuð var við smyglið. Þrír þeirra eru þessa stundina í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum þar sem þeir bíða þess að verða úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Helgi hitti Jóhönnu

Helgi Vilhjálmsson sem aldrei er kallaður neitt annað en Helgi í Góu hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í morgun Þar færði hann henni undirskriftir um 21.000 einstaklinga sem skora á að tekið verði til í lífeyrissjóðsakerfinu.

Gagnrýna lögreglu vegna handtöku hústökufólks

Torfusamtökin gagnrýna vinnulag lögreglunnar við handtöku hústökufólks við Vatnsstíg í síðustu viku. Þau segja að furðu veki að slíkri hörku hafi verið beitt gagnvart aðgerðum hóps sem hafi haft það eitt að markmiði að benda á leiðir til að bæta umhverfi og samfélag í miðbænum.

Segir ódýrustu hjólbarðana í Hafnarfirði

„Við erum ekki að keyra þetta áfram á einhvejrum afslætti heldur erum bara á þröngum verðum sem gilda fyrir alla, við erum ódýrastir miðað við þessar kannanir og það sem ég hef heyrt,“ segir Hörður Þráinsson hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar. Hörður er ósáttur með að vera ekki inni í könnun ASÍ um verð á hjólbörðum hér á landi. Fólksbílarnir hjá Herði eru á 4.990 kr. og jepplingarnir svokölluðu eru á 6.990 kr. „sem er ódýrara en fólksbílarnir hjá sumum.“

Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði

Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn.

Telur alvarlega vegið að sjávarútveginum

„Umræðan um þessar upptökuhugmyndir í sjávarútvegi var ofarlega í huga manna á aðalfundinum hjá okkur,” segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, en aðalfundur fyrirtækisins var haldinn fyrir helgina. Gísli telur að alvarlega sé vegið að sjávarútveginum.

Samfylkingin skuldar okkur ekki neitt

Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á opnum fundi í Suðurkjördæmi í gær að Samfylkingin skuldaði Stöð 2 hundrað milljónir króna fyrir sjónvarpsauglýsingar. Þetta sagði Árni á um sjötíu manna fundi og Róbert Marshall sem á sæti á lista Samfylkingarinar gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni. Ari Edwald forstjóri 365 sem meðal annars rekur Stöð 2 segir þetta ekki rétt, þarna sé um hrein og klár ósannindi að ræða.

Smyglskútumenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Egilsstöðum

Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki um 65 sjómílum fyrir utan Færeyjar í fyrrakvöld eru nú á leið í Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Þeir komu til hafnar á Eskifirði í morgun en voru í kjölfarið fluttir til Egilsstaða. Þar hafa þeir verið í yfirheyrslum og verða síðan færðir fyrir dómara sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Austurlands er von á mönnunum upp úr klukkan 10:00.

Yfir 5000 króna verðmunur á dekkjaskiptingu

Tæplega 5600 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri föstudaginn 17. apríl.

Jafna kynjahlutföll í lífeyrissjóðunum

Samtök atvinnulífsins skipa í 24 sæti stjórnarmanna í 9 lífeyrissjóðum. Samtökin hafa markað sér þá stefnu að auka fjölbreytni stjórnarmanna og rétta hlut kynjanna innan stjórnanna. Konur skipa nú tæpan helming eða 46% af þeim sætum sem fulltrúa samtakanna skipa í lífeyrissjóðunum. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu samtakanna sem kemur út á aðalfundi þeirra á morgun.

Engin verkefni á könnu ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnarfundur er iðulega haldinn á þriðjudagsmorgnum í Stjórnarráði Íslands. Hinsvegar er enginn fundur á dagskrá í dag. Skýringin sem gefin er fyrir því er að ekkert liggi fyrir fundinum og ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu hvort eð er flestir á fullu í kosningabaráttu.

Bretar draga úr hraðanum

Hraðatakmarkanir á svokölluðum A-vegum í Bretlandi verða brátt færðar niður í 75 kílómetra hraða á klukkustund en það er þáttur í þeirri viðleitni Breta að fækka banaslysum í umferðinni um þriðjung.

Mikil átök í Kenýa í nótt

Mikil átök brutust út í Kenýa í nótt á milli íbúa í miðhluta landsins og glæpaklíku sem kallar sig Mungiki. 24 eru látnir í það minnsta og þrír alvarlegag slasaðir að því er yfirvöld í höfuðborginni Nairobi segja.

CIA í lykilhlutverki við að vernda Bandaríkin

Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði við starfsmenn leyniþjónustunnar CIA að stofnunin væri í lykilhlutverki við að vernda landið þegar hann heimsótti höfuðstöðvar CIA í gær.

Tamíl Tígrar saka herinn um árásir á borgara

Talsmenn Tamíl Tígranna á Sri Lanka ásaka stjórnarherinn um að hafa gert loftárásir á óbreytta borgara á meðan herinn sótti fram á norðurhluta eyjarinnar. Stjórnvöld neita ásökunum og segja á móti að Tígrarnir sjálfir hafi skotið á almenna borgara.

Sólin óvenjuróleg

Ótrúlegt en satt. Sólin hefur sjaldan eða aldrei látið jafnlítið fyrir sér fara og nú velta furðu lostnir vísindamenn því fyrir sér hvort það sé líka kreppa á sólinni.

Sjóræningjar færa sig upp á skaftið

Sómalskir sjóræningjar hafa sleppt tankskipinu Stolt Strenght og allri áhöfn skipsins en um borð voru 23 skipverjar. Skipinu var rænt seint á síðasta ári þegar skipið var á leið til Indlands með kemísk efni.

Tillaga um innri endurskoðun borgarinnar

Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Ólafur F. Magnússon munu í dag á borgarstjórnarfundi leggja fram sameiginlega tillögu sem felur innri endurskoðun borgarinnar að yfirfara og birta upplýsingar um fjárstyrki vegna þátttöku þeirra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa, sem kjörnir voru í sveitarstjórnar-kosningunum 2006 og sem þess óska, í prófkjörum og forvölum.

Sjá næstu 50 fréttir