Innlent

Evrópumálin mikilvægasta mál kosninganna

Össur Skarphéðinsson sagði að Evrópusambandið væri hugsanlega mikilvægasta mál kosninganna.
Össur Skarphéðinsson sagði að Evrópusambandið væri hugsanlega mikilvægasta mál kosninganna.
„Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að láta samstarfið stranda á þessu máli," sagði Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, á borgarafundi í kvöld. Hún sagði að það ætti ekki að vera með asa við inngöngu í Evrópusambandið. Það þyrfti að vera samstaða um málið.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að málið væri kannski það mikilvægasta sem um væri að tefla í þessum kosningum. Hann sagði að Samfylkingin myndi leggja mikla áherslu á þetta mál og að rétt væri að hefja aðildarviðræður í sumar.

Össur sagði að staðið yrði vörð um auðlindir þjóðarinnar í aðildarviðræðum við ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×