Innlent

ESB ekki að fara að taka upp íslenskættað kvótakerfi

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. MYND/Pjetur
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fullyrðir að Evrópusambandið sé ekki að fara að taka upp íslenskættað kvótakerfi.

Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Evrópusambandsins um fiskveiðistefnu ESB er meðal annars velt upp þeim möguleika að sambandið taki upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Fjallað er um málið í Financial Times.

Grétar segirað íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfið hafi verið kynnt fyrir fulltrúum sjávarútvegsnefndar ESB þegar nefndin heimsótti Ísland síðastliðið haust.

„Sægreifarnir fengu alla elítuna til að að blessa kerfið svo þegar fulltrúar sjávarútvegsnefndarinnar komu að hitta mig og sjávarútvegsnefnd Alþingis fór að renna tvær grímur á þá," segir Grétar og bætir við að fulltrúunum hafi meðal annars verið bent á álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um núverandi kvótakerfi.

Þá segir Grétar að varaformaður sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsins hafi boðið sér að koma og flytja erindi í Brussel um íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfið. „Og ég verð að segja að nefndinni leyst mjög vel á fiskveiðistefnu Frjálslynda flokksins á Íslandi."


Tengdar fréttir

ESB íhugar að taka upp íslenskættað kvótakerfi

Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Evrópubandalagsins (ESB) um fiskveiðistefnu sambandsins er meðal annars velt upp þeim möguleika að ESB taki upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×