Innlent

Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2009. Samtals úthlutar ráðherra 952 milljónum króna til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkrunarheimilum, til endurbóta vegna öryggis- og aðgengismála, viðhalds á húsnæði og endurnýjun búnaðar og til uppbyggingar á félagsaðstöðu fyrir aldraða.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að ákvörðun Ástu sé í samræmi við tillögur samstarfsnefndar um málefni aldraðra sem fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til ráðherra um úthlutun samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

Alls voru um 1,4 milljarðar króna til ráðstöfunar í sjóðnum og er ráðgert að tæpum 450 milljónum verði úthlutað síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×