Innlent

Misskipting í vestrænum ríkjum jókst mest á Íslandi

Misskipting tekna varð meiri hér en í nokkru öðru vestrænu ríki á árunum 1993 til 2007. Þetta fullyrðir Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun Háskólans. Ríkustu tíu prósent Íslendinga tóku til sín fjörutíu prósent allra tekna í hittiðfyrra.

Fram kemur í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar, heimur hátekjuhópanna, að misskipting tekna jókst gríðarlega mikið hér á landi, á árunum 1993 til 2007. Til dæmis tóku ríkustu tíu prósent landsmanna til sín fimmtung allra tekna fyrra árið, en fjörutíu prósent í hittiðfyrra. Ríkasta prósentið fékk fjögur prósent teknanna fyrra árið en tuttugu prósent allra tekna árið 2007.

Þeir efnameiri voru líka með stjarnfræðilega hærri tekjur en þeir efnaminnstu, munar þar milljónum króna í hverjum mánuði, í hittiðfyrra. Rakið er að stöðnun í persónuafslætti; auk mikilla fjármagnstekna þeirra ríkustu, hafi ráðið þessu mest.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands, segir að í engu öðru vestrænu ríki hafi misskipting tekna aukist jafn mikið á þessum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×