Erlent

Rice samþykkti pyntingar

Óli Tynes skrifar
Condoleezza Rice.
Condoleezza Rice.

Condoleezza Rice fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna samþykkti að CIA beitti grunaða hryðjuverkamenn pyntingum samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings.

Í skýrslunni segir að vatnsborðspyntingum hafi verið beitt mörghundruð sinnum. Við það er mönnum hálfdrekkt til að knýja þá til sagna.

CIA segir að þessar pyntingar hafi skilað miklum árangri við að hafa uppá öðrum hryðjuverkamönnum og koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×