Fleiri fréttir Hyggst aflétta ferðatakmörkunum til Kúbu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að ríkisstjórn sín muni á næstunni taka skref í átt að frekar afléttingu á ferðatakmörkunum til Kúbu. Þannig verður þeim sem búsettir eru í Bandaríkjunum gert kleift að heimsækja ættmenni sín oftar og auðveldar en áður. Einnig verður fólki leyft að senda meira fé til Kúbu en áður hefur mátt. 13.4.2009 20:02 Vill að Ríkisendurskoðun taki út störf sín Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf sín sem stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi Fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld. 13.4.2009 19:15 Herinn hafði betur eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga Þúsundir Tælenskra hermanna hröktu í dag mótmælendur af götum Bangkok eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga. Fjölmörg lönd hafa varað þegna sína við að ferðast til Tælands. 13.4.2009 18:57 FL styrkur vekur upp spurningar um mútur Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. 13.4.2009 18:49 Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. 13.4.2009 18:38 Stormsker í miðjum óeirðum í Bangkok Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker er staddur í Bangkok í Tælandi þar sem óeirðir hafa staðið yfir síðustu daga. Herinn beitti meðal annars hríðskotabyssum í morgun. Stormsker sem staddur var á kaffihúsi í morgun segist hafa séð nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frektar björtu báli. Hann segist þó ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu þar sem tælenskir karlar séu frekar latir. Þeir vilji helst dytta að mótorhjólunum sínum og fara í kynskiptiaðgerðir og hafa það „næs“. 13.4.2009 16:40 Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, hefur lokað framboðslistum allra sex kjördæma landsins og mun því bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag. Þar segir að listarnir séu settir fram að því gefnu að ekki verði mögulegt að bjóða fram óraðaða lista eins og Borgarahreyfingin hefur stefnt að. Það velti hinsvegar á ríkisstjórninni hvort það verði mögulegt. 13.4.2009 18:05 Sofnaði undir stýri og ók á ljósastaur Umferðaróhapp varð á Sandgerðisveg um kl. 08:00 í morgun. Þar hafði ökumaður sofnað undir sýri og farið yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði þar á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki og bifreiðin er ekki mikið skemmd. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á suðurnesjum. 13.4.2009 16:47 Umferðin farin að þyngjast Umferð er farin að þyngjast til höfuðborgarinnar enda margir á faraldsfæti um helgina. Í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng fengust þær upplýsingar fyrir skömmu að umferðin væri þó enn vel viðráðanleg og engar raðir teknar að myndast. 13.4.2009 14:58 Segir ofurstyrkina styðja málflutning sinn í borgarstjórn Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi fagnar því að komið hafi í ljós hverjir helstu styrktaraðilar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins séu. Hann segir þetta styðja í einu og öllu sinn málflutning í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann segist ætla að krefjast þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri svari því til hvort Landsbankinn hafi styrkt hana í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. 13.4.2009 14:48 Þrjú þúsund manns í Bláfjöllum Um þrjú þúsund manns hafa rennt sér á skíðum í Bláfjöllum í dag. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir dásamlegt veður á svæðinu, fjögurra stiga hiti sé og logn. Góð stemming sé á svæðinu líkt og í Skálafelli en báðir staðirnir eru opnir til klukkan fimm í dag. 13.4.2009 14:02 Segir Brown ekki þurfa að afsaka tölvupósta fyrrum ráðgjafa Gordon Brown þarf ekki að biðjast afsökunar á tölvupóstsendingum Damian McBride fyrrum ráðgjafa síns að mati Alan Johnson heilbrigðisráðherra landsins. Hann segir menn eiga að biðjast afsökunar á því sem þeir beri ábyrgð á og þetta hafi ekkert með Gordon Brown að gera. 13.4.2009 13:37 Talibanar færa sig upp á skaftið í Pakistan Talibanar eru að herða tök sín í dal sem þeir hertóku í síðustu viku. Dalurinn er aðeins um 100 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. 13.4.2009 12:08 Hríðskotarifflum beitt í Bangkok í morgun Hríðskotarifflum var beitt í Bangkok á Tælandi í morgun þegar herinn lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem vilja forsætisráðherra landsins frá völdum. Fjöldi ferðamanna hefur afpantað ferðir sínar til landsins. 13.4.2009 12:04 Á ofshraða með stúlku í fanginu Ungur ökumaður missti ökuskírteinið í Noregi um helgina fyrir að aka á alltof miklum hraða. Lögreglumenn veittu honum eftirför þegar hann mældist á 123 kílómetra hraða. Lögreglumennirnir sáu þá fljótlega að það var ekki bara bíllinn sem var á fullri ferð, heldur parið sem var í honum líka. 13.4.2009 11:27 Sérsveitarmenn skutu sómalska sjóræningja Bandarískir og franskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn sómölskum sjóræningjum um helgina. Bandarísku sérsveitarmennirnir skutu til bana þrjá af fjórum sjóræningjum sem héldu bandarískum skipstjóra í gíslingu. Skipstjórinn slapp ómeiddur. 13.4.2009 10:12 Fráleitt að draga Kjartan Gunnarsson inn í málið Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segir fráleitt að draga nafn Kjartans Gunnarsson inni í umræðu um umdeilda styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 13.4.2009 10:10 Líkamsárás á Suðureyri Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um líkamsárás á Suðureyri um klukkan hálf tvö í nótt. Karlmaður gekk í skrokk á konu en að sögn lögreglu voru áverkar minniháttar. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur ekki lagt fram kæru í málinu. 13.4.2009 09:59 Tuttugu og einn lét lífið í bruna í Póllandi Að minnsta kosti tuttugu og einn lét lífið þegar athvarf fyrir heimilislausa brann til grunna í norðvesturhluta Póllands í nótt. Margir eru slasaðir eftir að hafa stokkið út um glugga til að bjarga sér frá eldinum. 13.4.2009 09:53 Frábært skíðaveður í dag Það er logn og heiðskírt á Siglufirði í dag og fínasta skíðafæri. Skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10:00 til 16:00 til fjögur. Í dag er einnig opið í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10:00 til 17:00. Á báðum stöðum er einstaklega gott veður, sól og hiti. Í tilkynningu frá skíðasvæðunum segir að þetta sé flottasti dagurinn af páskahelginni og um að gera að skella sér í fjöllin, þó ekki væri nema bara til að njóta útiverunnar. 13.4.2009 09:41 Brauðmolum kastað til lýðsins Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. 13.4.2009 09:25 Sprengingar við Valhöll Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um flugelda rétt fyrir tvö leytið í nótt. Sá sem hafði samband við lögreglu sagði sprengignarnar koma frá Háaleitsbraut en þegar lögregla kom á svæðið var ekkert að sjá. 13.4.2009 09:11 Vilja hefja friðarviðræður Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ræddu saman símleiðis í gær að frumkvæði Abbas. Þetta var fyrsta samtal leiðtoganna frá því að Netanyahu tók við sem forsætisráðherra 31. mars. Talsamaður forsætisráðherrans segir að um vinalegt símtal hafi verið ræða. 13.4.2009 08:00 Vopnahlé á Srí Lanka Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka, lýsti í gær yfir tveggja daga vopnahléi. Hann vill ekki að stjórnarherinn ráðist á aðskilnaðarsinna Tamíl Tígra og leyfi þess stað almennum borgurum að flýja bardagasvæði. 13.4.2009 07:00 Frjálsir Frakkar koma heim Herve Moin, varnarmálaráðherra Frakkalands, tók í dag á móti fjórum Frökkum sem franski herinn bjargaði úr klóm sómalskra sjóræningja í gær. 12.4.2009 23:00 Enn ríkir óvissa á Madagaskar Stuðningsmenn fyrrum forseta Madagaskar hafa dregið sig út úr viðræðum sem ætlað var að binda enda á hina miklu pólitísku óvissu sem verið hefur í landinu undanfarin misseri. 12.4.2009 22:00 Cameron krefur Brown um persónulega afsökunarbeiðni David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, krefst þess að Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, biðji sig persónulega afsökunar á tölvupóstum sem Damian McBride ráðgjafi Browns sendi. 12.4.2009 21:00 Risastyrkirnir eru óverjandi Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað. 12.4.2009 18:35 Íbúðalánasjóður á fjórfalt fleiri íbúðir en í byrjun síðasta árs Íbúðalánasjóður á nú nærri fjórfalt fleiri íbúðir sem hann hefur eignast á nauðungarsölu, en í byrjun síðasta árs. 12.4.2009 18:45 Kjartan stendur við orð sín - vissi ekki um styrkina Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stendur við orð sín frá því fyrir helgi og segist ekki hafa vitað um tvo stóra styrki sem flokkurinn hlaut árið 2006. 12.4.2009 18:03 Bankarnir þrír styrktu Framsóknarflokkinn Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Framsóknarflokkinn um samtals 8,5 milljón króna á árinu 2006.Fjárstyrkur Kaupþings var 4 milljónir. Hæsti styrkurinn kom hins vegar frá verktakafyrirtækinu Eykt sem styrkti flokkinn um 5 milljónir. 12.4.2009 17:10 Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2009 14:33 Sigur lífsins yfir dauðanum Börn gerðu snjóengla og fullorðnir smelltu skíðunum af sér á hátíðarmessu í umsjón séra Pálma Matthíassonar í Bláfjöllum í dag. 12.4.2009 19:17 Rúða brotin í fyrrum höfuðstöðvum Baugs Rúða var brotin á Túngötu sex, í fyrrverandi höfuðstöðvum Baugs, í gærdag. Rúðan sem var brotin er á annarri hæð hússins við Túngötu. Þar voru höfuðstöðvar Baugs í fjölda ára, en félagið er gjaldþrota og nýjir leigjendur í húsinu. Tilkynnt var um verknaðinn um klukkan fjögur í gærdag en ódæðismaðurinn hljóp á brott þegar hann varð var við að fylgst var með honum. 12.4.2009 19:02 Vilja byggja munkaklaustur í Hvalfirði Kaþólska kirkjan stefnir að því að byggja munkaklaustur í Hvalfirði. Þetta kemur fram í þættinum Sjálfstætt fólk sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Í þættinum eru munkarnir á Kollaleirum við Reyðarfjörð heimsóttir, en einnig er rætt við kaþólska biskupinn á Íslandi, sem sér fyrir sér nokkra klaustursvæðingu á Íslandi. 12.4.2009 18:50 Uppreisnarmenn drápu 13 í Perú Uppreisnarmenn í samtökunum Skínandi stíg í Perú hafa undanfarna daga drepið 13 hermenn í tveimur árásum í suðausturhluta landsins. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu síðastliðin tíu ár. 12.4.2009 17:06 Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI. 12.4.2009 16:37 Maóistar felldu tvo lögreglumenn Fjörutíu vopnaðir maóistar drápu tvo lögreglumenn og einn óbreyttan borgara þegar þeir réðust inn í dag á lögreglustöð Chhattisgarh fylki sem er í miðhluta Indlands. Í gær drápu þeir fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austurhluta landsins. 12.4.2009 16:18 Hálfbróður Obama meinað að koma til Bretlands Samson Obama, hálfbróðir Baracks Obama Bandaríkjaforseti, fær ekki að heimsækja Bretland þar sem móður hans býr eftir að hann framvísaði ekki sínum skilríkjum þegar hann var handtekinn fyrir meint kynferðisbrot í nóvember. Hann var grunaður um að hafa áreitt unga stúlku. Þetta kemur fram í breska blaðinu News of the World. 12.4.2009 15:55 Stúlka sem lýst hefur verið eftir er fundin Fimmtán ára stúlka, Eva Lind Guðjónsdóttir, sem lögreglan í Suðurnesjum hefur lýst eftir frá því á fimmtudag er fundin. Hún gaf sig fram við lögregluna í Reykjavík og því er leitinni nú lokið. 12.4.2009 14:43 Páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans í páskaávarpi Benedikt 16. páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans á Ítalíu í árlegu páskaávarpi sínu til heimsbyggðarinnar sem hann flutti af svölum Péturskirkju í morgun. 12.4.2009 14:11 Byssumanninum á Akranesi sleppt úr úr haldi Lögreglan á Akranesi hefur lokið við að yfirheyra karlmann á fimmtugsaldri sem handtekinn var heimili sínu á Akranesi í gærkvöldi ölvaður og vopnaður. Honum hefur jafnframt verið sleppt úr haldi. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða og hefur fallist á að leita sér aðstoðar hjá þar til gerðum aðilum, að sögn lögreglu. 12.4.2009 13:50 Atkvæði í þingkosningum endurtalin Stjórnlagadómstóll Moldavíu ákvað í dag að öll atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu fyrir viku verði endurtalin. Áður hafði forseti landsins óskað eftir endurtalningu en hann hart verið tekist á um málið í höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa sakað sitjandi stjórn um kosningasvik. 12.4.2009 13:31 Biskup: Við erum löskuð þjóð Fjölmennt var við hátíðarmessu í Dómkirkjunni snemma í morgun þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, predikaði. Hann sagði peningahyggju hafa leikið okkur grátt. 12.4.2009 12:58 Herinn kallaður út í Bangkok Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn hafa þegar tekið sér stöðu á götum úti. 12.4.2009 12:56 Sjá næstu 50 fréttir
Hyggst aflétta ferðatakmörkunum til Kúbu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að ríkisstjórn sín muni á næstunni taka skref í átt að frekar afléttingu á ferðatakmörkunum til Kúbu. Þannig verður þeim sem búsettir eru í Bandaríkjunum gert kleift að heimsækja ættmenni sín oftar og auðveldar en áður. Einnig verður fólki leyft að senda meira fé til Kúbu en áður hefur mátt. 13.4.2009 20:02
Vill að Ríkisendurskoðun taki út störf sín Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf sín sem stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi Fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld. 13.4.2009 19:15
Herinn hafði betur eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga Þúsundir Tælenskra hermanna hröktu í dag mótmælendur af götum Bangkok eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga. Fjölmörg lönd hafa varað þegna sína við að ferðast til Tælands. 13.4.2009 18:57
FL styrkur vekur upp spurningar um mútur Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. 13.4.2009 18:49
Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. 13.4.2009 18:38
Stormsker í miðjum óeirðum í Bangkok Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker er staddur í Bangkok í Tælandi þar sem óeirðir hafa staðið yfir síðustu daga. Herinn beitti meðal annars hríðskotabyssum í morgun. Stormsker sem staddur var á kaffihúsi í morgun segist hafa séð nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frektar björtu báli. Hann segist þó ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu þar sem tælenskir karlar séu frekar latir. Þeir vilji helst dytta að mótorhjólunum sínum og fara í kynskiptiaðgerðir og hafa það „næs“. 13.4.2009 16:40
Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, hefur lokað framboðslistum allra sex kjördæma landsins og mun því bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag. Þar segir að listarnir séu settir fram að því gefnu að ekki verði mögulegt að bjóða fram óraðaða lista eins og Borgarahreyfingin hefur stefnt að. Það velti hinsvegar á ríkisstjórninni hvort það verði mögulegt. 13.4.2009 18:05
Sofnaði undir stýri og ók á ljósastaur Umferðaróhapp varð á Sandgerðisveg um kl. 08:00 í morgun. Þar hafði ökumaður sofnað undir sýri og farið yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði þar á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki og bifreiðin er ekki mikið skemmd. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á suðurnesjum. 13.4.2009 16:47
Umferðin farin að þyngjast Umferð er farin að þyngjast til höfuðborgarinnar enda margir á faraldsfæti um helgina. Í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng fengust þær upplýsingar fyrir skömmu að umferðin væri þó enn vel viðráðanleg og engar raðir teknar að myndast. 13.4.2009 14:58
Segir ofurstyrkina styðja málflutning sinn í borgarstjórn Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi fagnar því að komið hafi í ljós hverjir helstu styrktaraðilar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins séu. Hann segir þetta styðja í einu og öllu sinn málflutning í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann segist ætla að krefjast þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri svari því til hvort Landsbankinn hafi styrkt hana í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. 13.4.2009 14:48
Þrjú þúsund manns í Bláfjöllum Um þrjú þúsund manns hafa rennt sér á skíðum í Bláfjöllum í dag. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir dásamlegt veður á svæðinu, fjögurra stiga hiti sé og logn. Góð stemming sé á svæðinu líkt og í Skálafelli en báðir staðirnir eru opnir til klukkan fimm í dag. 13.4.2009 14:02
Segir Brown ekki þurfa að afsaka tölvupósta fyrrum ráðgjafa Gordon Brown þarf ekki að biðjast afsökunar á tölvupóstsendingum Damian McBride fyrrum ráðgjafa síns að mati Alan Johnson heilbrigðisráðherra landsins. Hann segir menn eiga að biðjast afsökunar á því sem þeir beri ábyrgð á og þetta hafi ekkert með Gordon Brown að gera. 13.4.2009 13:37
Talibanar færa sig upp á skaftið í Pakistan Talibanar eru að herða tök sín í dal sem þeir hertóku í síðustu viku. Dalurinn er aðeins um 100 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. 13.4.2009 12:08
Hríðskotarifflum beitt í Bangkok í morgun Hríðskotarifflum var beitt í Bangkok á Tælandi í morgun þegar herinn lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem vilja forsætisráðherra landsins frá völdum. Fjöldi ferðamanna hefur afpantað ferðir sínar til landsins. 13.4.2009 12:04
Á ofshraða með stúlku í fanginu Ungur ökumaður missti ökuskírteinið í Noregi um helgina fyrir að aka á alltof miklum hraða. Lögreglumenn veittu honum eftirför þegar hann mældist á 123 kílómetra hraða. Lögreglumennirnir sáu þá fljótlega að það var ekki bara bíllinn sem var á fullri ferð, heldur parið sem var í honum líka. 13.4.2009 11:27
Sérsveitarmenn skutu sómalska sjóræningja Bandarískir og franskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn sómölskum sjóræningjum um helgina. Bandarísku sérsveitarmennirnir skutu til bana þrjá af fjórum sjóræningjum sem héldu bandarískum skipstjóra í gíslingu. Skipstjórinn slapp ómeiddur. 13.4.2009 10:12
Fráleitt að draga Kjartan Gunnarsson inn í málið Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segir fráleitt að draga nafn Kjartans Gunnarsson inni í umræðu um umdeilda styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 13.4.2009 10:10
Líkamsárás á Suðureyri Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um líkamsárás á Suðureyri um klukkan hálf tvö í nótt. Karlmaður gekk í skrokk á konu en að sögn lögreglu voru áverkar minniháttar. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur ekki lagt fram kæru í málinu. 13.4.2009 09:59
Tuttugu og einn lét lífið í bruna í Póllandi Að minnsta kosti tuttugu og einn lét lífið þegar athvarf fyrir heimilislausa brann til grunna í norðvesturhluta Póllands í nótt. Margir eru slasaðir eftir að hafa stokkið út um glugga til að bjarga sér frá eldinum. 13.4.2009 09:53
Frábært skíðaveður í dag Það er logn og heiðskírt á Siglufirði í dag og fínasta skíðafæri. Skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10:00 til 16:00 til fjögur. Í dag er einnig opið í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10:00 til 17:00. Á báðum stöðum er einstaklega gott veður, sól og hiti. Í tilkynningu frá skíðasvæðunum segir að þetta sé flottasti dagurinn af páskahelginni og um að gera að skella sér í fjöllin, þó ekki væri nema bara til að njóta útiverunnar. 13.4.2009 09:41
Brauðmolum kastað til lýðsins Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. 13.4.2009 09:25
Sprengingar við Valhöll Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um flugelda rétt fyrir tvö leytið í nótt. Sá sem hafði samband við lögreglu sagði sprengignarnar koma frá Háaleitsbraut en þegar lögregla kom á svæðið var ekkert að sjá. 13.4.2009 09:11
Vilja hefja friðarviðræður Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ræddu saman símleiðis í gær að frumkvæði Abbas. Þetta var fyrsta samtal leiðtoganna frá því að Netanyahu tók við sem forsætisráðherra 31. mars. Talsamaður forsætisráðherrans segir að um vinalegt símtal hafi verið ræða. 13.4.2009 08:00
Vopnahlé á Srí Lanka Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka, lýsti í gær yfir tveggja daga vopnahléi. Hann vill ekki að stjórnarherinn ráðist á aðskilnaðarsinna Tamíl Tígra og leyfi þess stað almennum borgurum að flýja bardagasvæði. 13.4.2009 07:00
Frjálsir Frakkar koma heim Herve Moin, varnarmálaráðherra Frakkalands, tók í dag á móti fjórum Frökkum sem franski herinn bjargaði úr klóm sómalskra sjóræningja í gær. 12.4.2009 23:00
Enn ríkir óvissa á Madagaskar Stuðningsmenn fyrrum forseta Madagaskar hafa dregið sig út úr viðræðum sem ætlað var að binda enda á hina miklu pólitísku óvissu sem verið hefur í landinu undanfarin misseri. 12.4.2009 22:00
Cameron krefur Brown um persónulega afsökunarbeiðni David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, krefst þess að Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, biðji sig persónulega afsökunar á tölvupóstum sem Damian McBride ráðgjafi Browns sendi. 12.4.2009 21:00
Risastyrkirnir eru óverjandi Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað. 12.4.2009 18:35
Íbúðalánasjóður á fjórfalt fleiri íbúðir en í byrjun síðasta árs Íbúðalánasjóður á nú nærri fjórfalt fleiri íbúðir sem hann hefur eignast á nauðungarsölu, en í byrjun síðasta árs. 12.4.2009 18:45
Kjartan stendur við orð sín - vissi ekki um styrkina Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stendur við orð sín frá því fyrir helgi og segist ekki hafa vitað um tvo stóra styrki sem flokkurinn hlaut árið 2006. 12.4.2009 18:03
Bankarnir þrír styrktu Framsóknarflokkinn Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Framsóknarflokkinn um samtals 8,5 milljón króna á árinu 2006.Fjárstyrkur Kaupþings var 4 milljónir. Hæsti styrkurinn kom hins vegar frá verktakafyrirtækinu Eykt sem styrkti flokkinn um 5 milljónir. 12.4.2009 17:10
Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2009 14:33
Sigur lífsins yfir dauðanum Börn gerðu snjóengla og fullorðnir smelltu skíðunum af sér á hátíðarmessu í umsjón séra Pálma Matthíassonar í Bláfjöllum í dag. 12.4.2009 19:17
Rúða brotin í fyrrum höfuðstöðvum Baugs Rúða var brotin á Túngötu sex, í fyrrverandi höfuðstöðvum Baugs, í gærdag. Rúðan sem var brotin er á annarri hæð hússins við Túngötu. Þar voru höfuðstöðvar Baugs í fjölda ára, en félagið er gjaldþrota og nýjir leigjendur í húsinu. Tilkynnt var um verknaðinn um klukkan fjögur í gærdag en ódæðismaðurinn hljóp á brott þegar hann varð var við að fylgst var með honum. 12.4.2009 19:02
Vilja byggja munkaklaustur í Hvalfirði Kaþólska kirkjan stefnir að því að byggja munkaklaustur í Hvalfirði. Þetta kemur fram í þættinum Sjálfstætt fólk sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Í þættinum eru munkarnir á Kollaleirum við Reyðarfjörð heimsóttir, en einnig er rætt við kaþólska biskupinn á Íslandi, sem sér fyrir sér nokkra klaustursvæðingu á Íslandi. 12.4.2009 18:50
Uppreisnarmenn drápu 13 í Perú Uppreisnarmenn í samtökunum Skínandi stíg í Perú hafa undanfarna daga drepið 13 hermenn í tveimur árásum í suðausturhluta landsins. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu síðastliðin tíu ár. 12.4.2009 17:06
Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI. 12.4.2009 16:37
Maóistar felldu tvo lögreglumenn Fjörutíu vopnaðir maóistar drápu tvo lögreglumenn og einn óbreyttan borgara þegar þeir réðust inn í dag á lögreglustöð Chhattisgarh fylki sem er í miðhluta Indlands. Í gær drápu þeir fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austurhluta landsins. 12.4.2009 16:18
Hálfbróður Obama meinað að koma til Bretlands Samson Obama, hálfbróðir Baracks Obama Bandaríkjaforseti, fær ekki að heimsækja Bretland þar sem móður hans býr eftir að hann framvísaði ekki sínum skilríkjum þegar hann var handtekinn fyrir meint kynferðisbrot í nóvember. Hann var grunaður um að hafa áreitt unga stúlku. Þetta kemur fram í breska blaðinu News of the World. 12.4.2009 15:55
Stúlka sem lýst hefur verið eftir er fundin Fimmtán ára stúlka, Eva Lind Guðjónsdóttir, sem lögreglan í Suðurnesjum hefur lýst eftir frá því á fimmtudag er fundin. Hún gaf sig fram við lögregluna í Reykjavík og því er leitinni nú lokið. 12.4.2009 14:43
Páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans í páskaávarpi Benedikt 16. páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans á Ítalíu í árlegu páskaávarpi sínu til heimsbyggðarinnar sem hann flutti af svölum Péturskirkju í morgun. 12.4.2009 14:11
Byssumanninum á Akranesi sleppt úr úr haldi Lögreglan á Akranesi hefur lokið við að yfirheyra karlmann á fimmtugsaldri sem handtekinn var heimili sínu á Akranesi í gærkvöldi ölvaður og vopnaður. Honum hefur jafnframt verið sleppt úr haldi. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða og hefur fallist á að leita sér aðstoðar hjá þar til gerðum aðilum, að sögn lögreglu. 12.4.2009 13:50
Atkvæði í þingkosningum endurtalin Stjórnlagadómstóll Moldavíu ákvað í dag að öll atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu fyrir viku verði endurtalin. Áður hafði forseti landsins óskað eftir endurtalningu en hann hart verið tekist á um málið í höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa sakað sitjandi stjórn um kosningasvik. 12.4.2009 13:31
Biskup: Við erum löskuð þjóð Fjölmennt var við hátíðarmessu í Dómkirkjunni snemma í morgun þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, predikaði. Hann sagði peningahyggju hafa leikið okkur grátt. 12.4.2009 12:58
Herinn kallaður út í Bangkok Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn hafa þegar tekið sér stöðu á götum úti. 12.4.2009 12:56