Innlent

Meirihlutinn í Grindavík starfar áfram út kjörtímabilið

Bæjarfulltrúar B og S lista í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið. Flokkarnir eru sammála um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Skólastarf mun hefjast í janúar 2010.

Í yfirlýsingu um málið segir að meirihlutinn muni vinna að undirbúningi skólastarfsins í samstarfi við fræðslu- og uppeldisnefnd, nýjan skólastjóra og foreldra barna í væntanlegum grunnskóla.

Flokkarnir eru jafnframt sammála um að við ráðningar í störf hjá bæjarfélaginu verði farið eftir faglegri úttekt í framtíðinni. Það er sameiginleg niðurstaða að með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi sé brýnast að flokkarnir haldi samstarfi áfram og vinni saman að brautargengi margra mikilvægra mála sem eru í deiglunni hjá bæjaryfirvöldum.

„Því höfum við nú leyst úr öllum ágreiningi sem upp hefur komið og ætlum að vinna saman sem liðsheild að velferðarmálum okkar góða bæjarfélags," segir í yfirlýsingunni.








Tengdar fréttir

Meirihlutaslit: Svekkjandi ef þetta endar svona

„Mér finnst það fulllangt gengið í pólitísku harki að menn fái ekki að sækja um störf," segir Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Framsóknarmenn slitu formlega samstarfi flokkanna með bréfi sem þeir sendu Samfylkingunni í gær.

Tvær konur hæfari en bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Tvær konur voru hæfari en bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson til þess að gegna starfi skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar Grindarvíkurbæjar.

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

„Hún er bara sprungin," sagði bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Grindavík, Sigmar Eðvarsson, um stöðu meirihluta bæjarstjórnar í bænum. Svo virðist sem meirihlutinn, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sé einfaldlega sprunginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×