Innlent

UVG: Fagna sumarönnum í háskólum

Steinunn Rögnvaldsdóttir formaður UVG.
Steinunn Rögnvaldsdóttir formaður UVG.

Ung vinstri græn fagna skjótum viðbrögðum og vasklegri framgöngu menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur við kröfum námsmanna um sumarnám í háskólum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir ennfremur að UVG hafi beitt sér fyrir sumarönnum í háskólum og telja það brýnt hagsmunamál að fólk geti stundað nám þegar aðstæður á atvinnumarkaði séu erfiðar, í stað þess að fólk mæli göturnar atvinnulaust.

„Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita Lánasjóði íslenskra námsmanna aukaframlag uppá 650 milljónir króna til þess að sjóðurinn geti lánað háskólanemum fyrir framfærslu ákveði þeir að stunda sumarnám. Ung vinstri græn treysta því að allar ákvarðanir um sumarnám verði hingað til sem hér eftir teknar í góðu samstarfi við starfsfólk háskólanna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×