Innlent

Úttekt norskra sérfræðinga um háskólasjúkrahús kynnt

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala.
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala.
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, hefur boðað til kynningarfundar í hádeginu í dag um úttekt norskra ráðgjafar- og hönnunarfyrirtækja á fyrirliggjandi áformum um nýtt háskólasjúkrahús.

Sérfræðingunum var í fyrsta lagi falið að meta áætlanir og hönnunarforsendur fyrirliggjandi áforma um nýtt háskólasjúkrahús. Í öðru lagi að kanna hvort hægt er að áfangaskipta framkvæmdum markvissar og betur og í þriðja lagi að meta kostnað við að halda áfram við núverandi aðstæður í rekstri Landspítala, það er gera ekkert eins og fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×