Innlent

Jafna kynjahlutföll í lífeyrissjóðunum

Þór Sigfússon er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Þór Sigfússon er formaður Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins skipa í 24 sæti stjórnarmanna í 9 lífeyrissjóðum. Samtökin hafa markað sér þá stefnu að auka fjölbreytni stjórnarmanna og rétta hlut kynjanna innan stjórnanna. Konur skipa nú tæpan helming eða 46% af þeim sætum sem fulltrúar samtakanna skipa í lífeyrissjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Samtaka atvinnulífsins sem kemur út á aðalfundi samtakanna á morgun.

Í fyrra skipuðu konur fjórðung af sætum Samtaka atvinnulífsins í lífeyrissjóðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×