Fleiri fréttir Bifreið stolið af móður fatlaðs drengs Grárri Mazda CX9 bifreið var stolið fyrir utan Hverfisgötu 4-6 á milli klukkan 19 og 22 í kvöld. Um er að ræða gráan jeppling. Sigríður Kristjánsdóttir eigandi bílsins segir að fáir slíkir bílar séu á götunni vegna þess að þeir séu innfluttir af eigendum. Þessi bíll er sérhannaður fyrir fatlaðan son minn og þess vegna mikils virði fyrir mig," segir Sigríður. Hún biður þá sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 8.1.2009 22:29 Kemur til greina að kjósa um aðildarviðræður að ESB Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segist hafa efasemdir um það að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið en finnst koma til greina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í aðildarviðræður. Þetta sagði Guðlaugur í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Guðlaugur segist ekki telja að á landsfundi sjálfstæðismanna sem haldinn verður í lok mánaðarins verði tekin afstaða um hvort ganga eigi í ESB eða ekki. 8.1.2009 19:25 Nauðsynlegt að flytja vistfólk af Seli á Kristnesspítala Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að nauðsynlegt hafi verið að flytja vistfólk úr einbýli á Dvalarheimilinu Seli á Akureyri í tvíbýli á Kristnesspítala. Heilbrigðisráðherra segir það stefnu stjórnvalda að sem flestir vistmenn elli- og hjúkrunarheimila búi í einbýli. 8.1.2009 21:57 Heilbrigðisráðherra þarf að skera niður um 6,7 milljarða Heilbrigðisráðherra þarf að spara, hagræða og skera niður fyrir 6,7 milljarða á þessu ári. Mikil ólga er hjá íbúum og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði með framgöngu heilbrigðisráðherra varðandi Sankti Jósefsspítala og í Vestmannaeyjum vilja bæjaryfirvöld taka yfir rekstur sjúkrahús bæjarins. 8.1.2009 21:52 Eldur í rusli við Ingunnarskóla Slökkviliðinu barst tilkynning um eld við Ingunnarskóla í Grafarholti nú fyrir stundu. Eldur logaði í þremur ruslatunnum þar og er um minniháttar eld að ræða samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðnu. 8.1.2009 20:31 Framsóknarmenn mótmæla niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar Framsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Þá eru vinnubrögðin við niðurskurðinn einnig hörmuð í ályktun sem send var fjölmiðlum nú undir kvöld. 8.1.2009 19:06 Góðkunningjar lögreglunnar dæmdir fyrir ítrekuð brot Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru dæmdir fyrir ofbeldisbrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Austurlands í dag. 8.1.2009 17:28 Reykjavíkurborg hækkar fjárhagsaðstoð við nauðstadda Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar við þá íbúa borgarinnar sem eiga rétt á aðstoð verði hækkuð um 16,35% og fjármagn til fjárhagsaðstoðar verði aukið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 8.1.2009 17:15 Guðlaugur sýnir starfsfólki lítilsvirðingu Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki átelur ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og sameina reksturinn Sjúkrahúsinu á Akureyri. Í ályktun sem samþykkt var á starfsmannafundi fyrr í dag segir að ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn um þessi mál. Starfsmenn stofnunnar telja að öryggi sjúklinga sé stefnt í voða. 8.1.2009 16:42 Hálfs árs fangelsi fyrir að lemja Bödda í Dalton Karlmaður sem sló Böðvar Rafn Reynisson söngvara hljómsveitarinnar Dalton í höfuðið með flösku eða glasi á balli á Höfn í Hornafirði í mars á síðasta ári var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag. Honum var einnig gert að greiða Böðvari 300.000 krónur í skaðabætur. 8.1.2009 16:40 Fasteignasalar losaðir undan siðareglum Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum. 8.1.2009 16:39 Guðrún skipuð framkvæmdastjóri LÍN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Guðrúnu Ragnarsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins. Guðrún tekur við 1. febrúar næst komandi en skipunartími hennar er fimm ár. 8.1.2009 16:07 Brotist inn í sex bíla í gær Nokkuð hefur verið um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en sex slíkar tilkynningar bárust lögreglunni í gær. Fjórir bílanna voru í Reykjavík en tveir í Kópavogi. 8.1.2009 15:52 Fær ekki milljónina frá Háskólanum Jafnréttisstofa tapaði í dag máli sem stofnunin höfðaði fyrir hönd Önnu Ingólfsdóttur, prófessors í tölvunarfræði við Hákólann í Reykjavík, gegn Háskóla Íslands. Þess var krafist að viðurkennt yrði að gengið hafi verið fram hjá Önnu við ráðningu dósents í tölvunarfræði við verkfræðideild og að henni yrði dæmd ein milljón króna í skaðabætur. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur. 8.1.2009 15:44 Tjónið vegna Kryddsíldarmótmæla rúmar þrjár milljónir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á tækjabúnaði þegar mótmælendur rufu útsendingu á Kryddsíldinni á gamlársdag hefur verið tekinn saman auk þess fjárhagstjóns sem Stöð 2 varð fyrir þegar útsending var rofin. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að tjónið nemi alls um 3,3 milljónum króna. Áfallið sem starfsmenn sem lentu í átökunum hafi orðið fyrir sé hinsvegar mun alvarlegra mál. Starfsfólkið ræddi málið á fundi í fyrrakvöld með sálfræðingi. 8.1.2009 15:27 Björn skipar nefnd Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni. Nefndinni ber meðal annars að skoða hvort ástæða sé til að breyta íslenskri löggjöf og veita dómurum heimild til að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þrátt fyrir að annað foreldri sé því andvígt. 8.1.2009 15:10 Kókaínsmyglari laus úr haldi - rannsókn lokið Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í Leifsstöð með um 1,5 kg af kókaíni rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins lokið og fer nú sína leið í dómskerfinu. Maðurinn er því laus úr haldi en samferðamaður hans var einnig handtekinn á sínum tíma Hann losnaði úr varðhaldi á Þorláksmessu. 8.1.2009 15:05 Fundar með starfsfólki St. Jósefsspítala Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun funda með starfsfólki St. Jósefsspítala í kvöld klukkan 21. Ráðherrann tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Hilton í gær að spítalinn verður öldrunarstofnun og núverandi starfsemi flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalann. 8.1.2009 14:53 Gaza: Börn héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar Rauði krossinn ásakar Ísraelsmenn um að standa ekki við skuldbindingar sínar um að koma óbreyttum borgurum til hjálpar á Gaza svæðinu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að starfsmenn Rauða krossins á Gaza fundu fjögur veikburða og hrædd börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar eftir loftárásir í bænum Zeitun. 8.1.2009 14:51 Seinheppinn siglingakappi Hann er heldur óheppinn, fransmaðurinn Jean Le Cam sem nú siglir kringum hnöttinn í Vendee Globe siglingakeppninni. Landi mannsins, Vincent Riou, sem einnig tekur þátt í keppninni, bjargaði honum fyrr í vikunni eftir að skútu hans hvolfdi í stórsjó út af suðurströnd Argentínu. 8.1.2009 14:31 Borgarafundur um St. Jósefsspítala Áhugamannahópur um framtíð St. Jósefsspítala hefur ákveðið að boða til borgarafundar í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði á laugardaginn. Hópurinn væntir þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, sjái sér fært að mæta. 8.1.2009 14:07 Fundu fjögur börn í rústum húss Alþjóða rauði krossinn sakar Ísraelsmenn um slæma framkomu gagnvart almennum borgurum, eftir að starfsmenn samtakanna fundu fjögur börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar í húsarústum á Gaza. 8.1.2009 14:07 Hafa ekki skilað ársreikningum fyrir 2007 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. 8.1.2009 13:59 Engin hamborgarabrauð á McDonalds Viðskiptavinum McDonalds í Kringlunni brá heldur betur í brún um kvöldmatarleytið í gær. Þá var ekki hægt að panta hinn hefðbundna ostborgara þar sem hamborgarabrauðin voru búin. Framkvæmdarstjórinn segir brauðskortinn ekki tengjast erfiðum efnahagsaðstæðum á nokkurn hátt og vill skrifa brauðleysið á jólafrí opinberra starfsmanna. 8.1.2009 13:52 Sátt um 19. aldar götumynd á Laugavegi Afstaða meirihlutans í Reykjavík til skipulags og uppbyggingar á reitnum Laugavegi 4 til 6 hefur ekkert breyst. Á síðasta sumri hafi náðst góð sátt um skipulag á reitnum í anda þeirrar götumyndar sem mikilvægt sé að standa vörð um á þessum stað. 8.1.2009 12:56 Engin þíða í samskiptum Íslendinga við bresk stjórnvöld Breska sjónvarpsstöðin Sky segir að engin þíða sé í samskiptum við Íslendinga sem séu breskum stjórnvöldum ævareiðir fyrir framgöngu þeirra í bankahruninu. 8.1.2009 12:26 Eldflaugum skotið á Ísrael frá Líbanon Eldflaugum var skotið á Ísrael frá Líbanon í dag. Ísraelar hafa þegar svarað árásinni. Tvær fullorðnar ísraelskar konur særðust þegar eldflaugum var skotið frá Líbanon í dag. Yfirmaður friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í landinu hvatti til stillingar og sagðist hafa kallað út auka liðsafla til að koma í veg fyrir frekari árásir. 8.1.2009 12:15 Tæpur sjö milljarða samdráttur fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu. 8.1.2009 12:08 Spyrja um áhrif notkunar lögreglu á piparúða Fulltrúi Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi nefndarinnar nýverið um notkun lögreglunnar í Reykavík á piparúða. 8.1.2009 11:55 Minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna Húsin að Laugavegi 4 og 6 munu standa óhreyfð næstu ár og eru minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna, að mati Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. 8.1.2009 11:30 Málflutningi lokið í máli Jóns Ásgeirs Fyrir stundu lauk málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem snýst um kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að úrskurðað verði að rannsóknin sem fram hefur farið á skattamálinu svokallaða verði dæmd ólögmæt. Gísli Guðni Hall sem flytur málið fyrir Gest Jónsson lögmann Jóns Ásgeirs segir að dómari hafi ekki gefið upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í lok þinghalds, en býst við að úrskurður komi fljótlega. 8.1.2009 11:06 Atvinnulausir yfir 10.000 Atvinnulausum heldur áfram að fjölga og eru meira en 10.000 einstaklingar án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 400 frá því í lok seinasta mánaðar. 8.1.2009 10:54 Brenndist illa á hendi vegna flugelda Nemandi við Njarðvíkurskóla brenndist illa á hendi í gær þegar hann fékk í sig skotelda í frímínútum í skólanum í gær. Víkurfréttir greina frá þessu og segja forráðamenn Njarðvíkurskóla hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda tölvuskeyti þar sem fólk er beðið um að fylgjast með því að börn fari ekki í skólann með kveikjara, skotelda eða annað slíkt. 8.1.2009 10:41 Segir Guðlaug Þór brjóta lög Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-grænna segir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra brjóta lög og sýna starfsfólki heilbrigðisstofnana, sveitastjórnarfólki og íbúum heilla héraða dæmafáa lítilsvirðingu með fyrirvaralausum og einhliða breytingum á skipulagi heilbrigðismála. Hann vill að Guðlaugur Þór víki sem ráðherra. 8.1.2009 10:27 Vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Yfirvöld í Reykjanesbæ vilja yfirtaka starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fylgja þarmeð í fótspor Vestmannaeyinga sem vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í morgun var samþykkt að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 8.1.2009 10:25 Heiminum er ofboðið Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla fyrir utan Bandaríska sendiráðið klukkan 17:00 í dag. Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins segir að mótmæla eigi stuðningi Bandaríkjanna við árásir Ísraelsmanna. „Þeir sjá þeim fyrir vopnum og fjármagni við að heyja þetta árásarstríð og við ætlum að minna á þá staðreynd og um leið fordæma þennan stuðning,“ segir Sveinn Rúnar en hópurinn mun einnig afhenda mótmælayfirlýsingu. Hann boðar mikinn fund á laugardaginn í Iðnó. 8.1.2009 10:16 Bíll valt skammt frá Reyðarfirði Laust fyrir klukkan átta í morgun varð bílvelta á þjóðveginum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, rétt utan við þéttbýlið á Reyðarfirði. Þrír voru í bílnum og voru þeir fluttir með sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. 8.1.2009 10:13 21 gróðurhúsalampa stolið í Biskupstungum Í nótt var brotist inn í gróðurhús að Heiðmörk í Laugarási í Biskupstungum og þaðan stolið 21 gróðurhúsalampa. Vart var við gráa fólksbifreið á ferð við gróðurhúsið um klukkan eitt í nótt. Ekki er víst að hann tengist innbrotinu. 8.1.2009 09:37 Tölvur á ruslahaugum gróðrarstía auðkennastulds Gamall tölvubúnaður sem er hent getur auðveldlega lent í röngum höndum og auðveldað auðkennastuld. 8.1.2009 08:31 SMS-ritun getur valdið slitgigt Danskir handskurðlæknar vara nú við ólæknandi slitgigt sem gert getur vart við sig í þumalfingri þeirra farsímanotenda sem eru hvað iðnastir við að skrifa og senda SMS-skilaboð. 8.1.2009 08:28 Ísraelsmenn til Egyptalands að ræða vopnahlé Tveir fulltrúar Ísraelsmanna fara til Kaíró í Egyptalandi í dag eða á næstu dögum til að ræða möguleikana á vopnahléi á Gaza-svæðinu, hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CNN eftir embættismanni í ísraelska utanríkisráðuneytinu. 8.1.2009 08:21 ESB gengur á milli í gasdeilunni Evrópusambandið hefur nú gerst milligönguaðili í gasdeilunni sem staðið hefur milli Rússa og Úkraínumanna. 8.1.2009 08:19 Minntust falls Rauðu khmeranna Þúsundir Kambódíumanna minntust þess í gær er þrjátíu ár voru liðin frá falli Rauðu khmeranna og leiðtogans Pol Pot. 8.1.2009 08:14 Klámiðnaðurinn biður Bandaríkjastjórn aðstoðar Nýjasti iðnaðurinn sem leitar á náðir Bandaríkjastjórnar um fjárhagsstuðning í efnahagslægðinni er klámiðnaðurinn. Larry Flynt, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, biður stjórnvöld nú um að styrkja amerískt klám um fimm milljarða dollara, annars sé hreinlega hætt við því að iðnaðurinn bíði skipbrot vegna fjárhagsvanda. 8.1.2009 08:09 Danir taka írönsku Mujaheddin af svarta listanum Danir hafa tekið írönsku Mujaheddin-andspyrnuhreyfinguna af lista sínum yfir hryðjuverkahópa og leggur utanríkisráðherrann Per Stig Møller, ásamt öllum stjórnmálaflokkum danska þingsins, hart að Evrópusambandinu að gera slíkt hið sama. 8.1.2009 07:55 Sjá næstu 50 fréttir
Bifreið stolið af móður fatlaðs drengs Grárri Mazda CX9 bifreið var stolið fyrir utan Hverfisgötu 4-6 á milli klukkan 19 og 22 í kvöld. Um er að ræða gráan jeppling. Sigríður Kristjánsdóttir eigandi bílsins segir að fáir slíkir bílar séu á götunni vegna þess að þeir séu innfluttir af eigendum. Þessi bíll er sérhannaður fyrir fatlaðan son minn og þess vegna mikils virði fyrir mig," segir Sigríður. Hún biður þá sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 8.1.2009 22:29
Kemur til greina að kjósa um aðildarviðræður að ESB Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segist hafa efasemdir um það að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið en finnst koma til greina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í aðildarviðræður. Þetta sagði Guðlaugur í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Guðlaugur segist ekki telja að á landsfundi sjálfstæðismanna sem haldinn verður í lok mánaðarins verði tekin afstaða um hvort ganga eigi í ESB eða ekki. 8.1.2009 19:25
Nauðsynlegt að flytja vistfólk af Seli á Kristnesspítala Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að nauðsynlegt hafi verið að flytja vistfólk úr einbýli á Dvalarheimilinu Seli á Akureyri í tvíbýli á Kristnesspítala. Heilbrigðisráðherra segir það stefnu stjórnvalda að sem flestir vistmenn elli- og hjúkrunarheimila búi í einbýli. 8.1.2009 21:57
Heilbrigðisráðherra þarf að skera niður um 6,7 milljarða Heilbrigðisráðherra þarf að spara, hagræða og skera niður fyrir 6,7 milljarða á þessu ári. Mikil ólga er hjá íbúum og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði með framgöngu heilbrigðisráðherra varðandi Sankti Jósefsspítala og í Vestmannaeyjum vilja bæjaryfirvöld taka yfir rekstur sjúkrahús bæjarins. 8.1.2009 21:52
Eldur í rusli við Ingunnarskóla Slökkviliðinu barst tilkynning um eld við Ingunnarskóla í Grafarholti nú fyrir stundu. Eldur logaði í þremur ruslatunnum þar og er um minniháttar eld að ræða samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðnu. 8.1.2009 20:31
Framsóknarmenn mótmæla niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar Framsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Þá eru vinnubrögðin við niðurskurðinn einnig hörmuð í ályktun sem send var fjölmiðlum nú undir kvöld. 8.1.2009 19:06
Góðkunningjar lögreglunnar dæmdir fyrir ítrekuð brot Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru dæmdir fyrir ofbeldisbrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Austurlands í dag. 8.1.2009 17:28
Reykjavíkurborg hækkar fjárhagsaðstoð við nauðstadda Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar við þá íbúa borgarinnar sem eiga rétt á aðstoð verði hækkuð um 16,35% og fjármagn til fjárhagsaðstoðar verði aukið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 8.1.2009 17:15
Guðlaugur sýnir starfsfólki lítilsvirðingu Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki átelur ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og sameina reksturinn Sjúkrahúsinu á Akureyri. Í ályktun sem samþykkt var á starfsmannafundi fyrr í dag segir að ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn um þessi mál. Starfsmenn stofnunnar telja að öryggi sjúklinga sé stefnt í voða. 8.1.2009 16:42
Hálfs árs fangelsi fyrir að lemja Bödda í Dalton Karlmaður sem sló Böðvar Rafn Reynisson söngvara hljómsveitarinnar Dalton í höfuðið með flösku eða glasi á balli á Höfn í Hornafirði í mars á síðasta ári var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag. Honum var einnig gert að greiða Böðvari 300.000 krónur í skaðabætur. 8.1.2009 16:40
Fasteignasalar losaðir undan siðareglum Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum. 8.1.2009 16:39
Guðrún skipuð framkvæmdastjóri LÍN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Guðrúnu Ragnarsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins. Guðrún tekur við 1. febrúar næst komandi en skipunartími hennar er fimm ár. 8.1.2009 16:07
Brotist inn í sex bíla í gær Nokkuð hefur verið um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en sex slíkar tilkynningar bárust lögreglunni í gær. Fjórir bílanna voru í Reykjavík en tveir í Kópavogi. 8.1.2009 15:52
Fær ekki milljónina frá Háskólanum Jafnréttisstofa tapaði í dag máli sem stofnunin höfðaði fyrir hönd Önnu Ingólfsdóttur, prófessors í tölvunarfræði við Hákólann í Reykjavík, gegn Háskóla Íslands. Þess var krafist að viðurkennt yrði að gengið hafi verið fram hjá Önnu við ráðningu dósents í tölvunarfræði við verkfræðideild og að henni yrði dæmd ein milljón króna í skaðabætur. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur. 8.1.2009 15:44
Tjónið vegna Kryddsíldarmótmæla rúmar þrjár milljónir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á tækjabúnaði þegar mótmælendur rufu útsendingu á Kryddsíldinni á gamlársdag hefur verið tekinn saman auk þess fjárhagstjóns sem Stöð 2 varð fyrir þegar útsending var rofin. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að tjónið nemi alls um 3,3 milljónum króna. Áfallið sem starfsmenn sem lentu í átökunum hafi orðið fyrir sé hinsvegar mun alvarlegra mál. Starfsfólkið ræddi málið á fundi í fyrrakvöld með sálfræðingi. 8.1.2009 15:27
Björn skipar nefnd Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni. Nefndinni ber meðal annars að skoða hvort ástæða sé til að breyta íslenskri löggjöf og veita dómurum heimild til að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þrátt fyrir að annað foreldri sé því andvígt. 8.1.2009 15:10
Kókaínsmyglari laus úr haldi - rannsókn lokið Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í Leifsstöð með um 1,5 kg af kókaíni rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins lokið og fer nú sína leið í dómskerfinu. Maðurinn er því laus úr haldi en samferðamaður hans var einnig handtekinn á sínum tíma Hann losnaði úr varðhaldi á Þorláksmessu. 8.1.2009 15:05
Fundar með starfsfólki St. Jósefsspítala Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun funda með starfsfólki St. Jósefsspítala í kvöld klukkan 21. Ráðherrann tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Hilton í gær að spítalinn verður öldrunarstofnun og núverandi starfsemi flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalann. 8.1.2009 14:53
Gaza: Börn héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar Rauði krossinn ásakar Ísraelsmenn um að standa ekki við skuldbindingar sínar um að koma óbreyttum borgurum til hjálpar á Gaza svæðinu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að starfsmenn Rauða krossins á Gaza fundu fjögur veikburða og hrædd börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar eftir loftárásir í bænum Zeitun. 8.1.2009 14:51
Seinheppinn siglingakappi Hann er heldur óheppinn, fransmaðurinn Jean Le Cam sem nú siglir kringum hnöttinn í Vendee Globe siglingakeppninni. Landi mannsins, Vincent Riou, sem einnig tekur þátt í keppninni, bjargaði honum fyrr í vikunni eftir að skútu hans hvolfdi í stórsjó út af suðurströnd Argentínu. 8.1.2009 14:31
Borgarafundur um St. Jósefsspítala Áhugamannahópur um framtíð St. Jósefsspítala hefur ákveðið að boða til borgarafundar í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði á laugardaginn. Hópurinn væntir þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, sjái sér fært að mæta. 8.1.2009 14:07
Fundu fjögur börn í rústum húss Alþjóða rauði krossinn sakar Ísraelsmenn um slæma framkomu gagnvart almennum borgurum, eftir að starfsmenn samtakanna fundu fjögur börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar í húsarústum á Gaza. 8.1.2009 14:07
Hafa ekki skilað ársreikningum fyrir 2007 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. 8.1.2009 13:59
Engin hamborgarabrauð á McDonalds Viðskiptavinum McDonalds í Kringlunni brá heldur betur í brún um kvöldmatarleytið í gær. Þá var ekki hægt að panta hinn hefðbundna ostborgara þar sem hamborgarabrauðin voru búin. Framkvæmdarstjórinn segir brauðskortinn ekki tengjast erfiðum efnahagsaðstæðum á nokkurn hátt og vill skrifa brauðleysið á jólafrí opinberra starfsmanna. 8.1.2009 13:52
Sátt um 19. aldar götumynd á Laugavegi Afstaða meirihlutans í Reykjavík til skipulags og uppbyggingar á reitnum Laugavegi 4 til 6 hefur ekkert breyst. Á síðasta sumri hafi náðst góð sátt um skipulag á reitnum í anda þeirrar götumyndar sem mikilvægt sé að standa vörð um á þessum stað. 8.1.2009 12:56
Engin þíða í samskiptum Íslendinga við bresk stjórnvöld Breska sjónvarpsstöðin Sky segir að engin þíða sé í samskiptum við Íslendinga sem séu breskum stjórnvöldum ævareiðir fyrir framgöngu þeirra í bankahruninu. 8.1.2009 12:26
Eldflaugum skotið á Ísrael frá Líbanon Eldflaugum var skotið á Ísrael frá Líbanon í dag. Ísraelar hafa þegar svarað árásinni. Tvær fullorðnar ísraelskar konur særðust þegar eldflaugum var skotið frá Líbanon í dag. Yfirmaður friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í landinu hvatti til stillingar og sagðist hafa kallað út auka liðsafla til að koma í veg fyrir frekari árásir. 8.1.2009 12:15
Tæpur sjö milljarða samdráttur fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu. 8.1.2009 12:08
Spyrja um áhrif notkunar lögreglu á piparúða Fulltrúi Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi nefndarinnar nýverið um notkun lögreglunnar í Reykavík á piparúða. 8.1.2009 11:55
Minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna Húsin að Laugavegi 4 og 6 munu standa óhreyfð næstu ár og eru minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna, að mati Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. 8.1.2009 11:30
Málflutningi lokið í máli Jóns Ásgeirs Fyrir stundu lauk málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem snýst um kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að úrskurðað verði að rannsóknin sem fram hefur farið á skattamálinu svokallaða verði dæmd ólögmæt. Gísli Guðni Hall sem flytur málið fyrir Gest Jónsson lögmann Jóns Ásgeirs segir að dómari hafi ekki gefið upp hvenær niðurstöðu sé að vænta í lok þinghalds, en býst við að úrskurður komi fljótlega. 8.1.2009 11:06
Atvinnulausir yfir 10.000 Atvinnulausum heldur áfram að fjölga og eru meira en 10.000 einstaklingar án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 400 frá því í lok seinasta mánaðar. 8.1.2009 10:54
Brenndist illa á hendi vegna flugelda Nemandi við Njarðvíkurskóla brenndist illa á hendi í gær þegar hann fékk í sig skotelda í frímínútum í skólanum í gær. Víkurfréttir greina frá þessu og segja forráðamenn Njarðvíkurskóla hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda tölvuskeyti þar sem fólk er beðið um að fylgjast með því að börn fari ekki í skólann með kveikjara, skotelda eða annað slíkt. 8.1.2009 10:41
Segir Guðlaug Þór brjóta lög Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-grænna segir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra brjóta lög og sýna starfsfólki heilbrigðisstofnana, sveitastjórnarfólki og íbúum heilla héraða dæmafáa lítilsvirðingu með fyrirvaralausum og einhliða breytingum á skipulagi heilbrigðismála. Hann vill að Guðlaugur Þór víki sem ráðherra. 8.1.2009 10:27
Vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Yfirvöld í Reykjanesbæ vilja yfirtaka starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fylgja þarmeð í fótspor Vestmannaeyinga sem vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í morgun var samþykkt að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 8.1.2009 10:25
Heiminum er ofboðið Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla fyrir utan Bandaríska sendiráðið klukkan 17:00 í dag. Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins segir að mótmæla eigi stuðningi Bandaríkjanna við árásir Ísraelsmanna. „Þeir sjá þeim fyrir vopnum og fjármagni við að heyja þetta árásarstríð og við ætlum að minna á þá staðreynd og um leið fordæma þennan stuðning,“ segir Sveinn Rúnar en hópurinn mun einnig afhenda mótmælayfirlýsingu. Hann boðar mikinn fund á laugardaginn í Iðnó. 8.1.2009 10:16
Bíll valt skammt frá Reyðarfirði Laust fyrir klukkan átta í morgun varð bílvelta á þjóðveginum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, rétt utan við þéttbýlið á Reyðarfirði. Þrír voru í bílnum og voru þeir fluttir með sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. 8.1.2009 10:13
21 gróðurhúsalampa stolið í Biskupstungum Í nótt var brotist inn í gróðurhús að Heiðmörk í Laugarási í Biskupstungum og þaðan stolið 21 gróðurhúsalampa. Vart var við gráa fólksbifreið á ferð við gróðurhúsið um klukkan eitt í nótt. Ekki er víst að hann tengist innbrotinu. 8.1.2009 09:37
Tölvur á ruslahaugum gróðrarstía auðkennastulds Gamall tölvubúnaður sem er hent getur auðveldlega lent í röngum höndum og auðveldað auðkennastuld. 8.1.2009 08:31
SMS-ritun getur valdið slitgigt Danskir handskurðlæknar vara nú við ólæknandi slitgigt sem gert getur vart við sig í þumalfingri þeirra farsímanotenda sem eru hvað iðnastir við að skrifa og senda SMS-skilaboð. 8.1.2009 08:28
Ísraelsmenn til Egyptalands að ræða vopnahlé Tveir fulltrúar Ísraelsmanna fara til Kaíró í Egyptalandi í dag eða á næstu dögum til að ræða möguleikana á vopnahléi á Gaza-svæðinu, hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CNN eftir embættismanni í ísraelska utanríkisráðuneytinu. 8.1.2009 08:21
ESB gengur á milli í gasdeilunni Evrópusambandið hefur nú gerst milligönguaðili í gasdeilunni sem staðið hefur milli Rússa og Úkraínumanna. 8.1.2009 08:19
Minntust falls Rauðu khmeranna Þúsundir Kambódíumanna minntust þess í gær er þrjátíu ár voru liðin frá falli Rauðu khmeranna og leiðtogans Pol Pot. 8.1.2009 08:14
Klámiðnaðurinn biður Bandaríkjastjórn aðstoðar Nýjasti iðnaðurinn sem leitar á náðir Bandaríkjastjórnar um fjárhagsstuðning í efnahagslægðinni er klámiðnaðurinn. Larry Flynt, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, biður stjórnvöld nú um að styrkja amerískt klám um fimm milljarða dollara, annars sé hreinlega hætt við því að iðnaðurinn bíði skipbrot vegna fjárhagsvanda. 8.1.2009 08:09
Danir taka írönsku Mujaheddin af svarta listanum Danir hafa tekið írönsku Mujaheddin-andspyrnuhreyfinguna af lista sínum yfir hryðjuverkahópa og leggur utanríkisráðherrann Per Stig Møller, ásamt öllum stjórnmálaflokkum danska þingsins, hart að Evrópusambandinu að gera slíkt hið sama. 8.1.2009 07:55