Innlent

Stálu skóm og leikfangaböngsum

Tveir karlmenn voru dæmdir í sekt fyrir að stela tveimur skópörum og leikfangaböngsum í verslun Nóatúns á Selfossi. Annar maðurinn þarf að greiða 80.000 króna sekt en hinn 15.000 krónur.

Annar mannanna stal Nike skópari og Adidas skóm ásamt 6 leikfangaböngsum í umræddri verslun. Skömmu síðar kom hinn og skilaði varningnum. Fékk hann endurgreiddar tæpar 20.000 krónur frá versluninni.

Umræddur þjófnaðru var kærður til lögreglu en þá var ekki vitað hverjir þar voru að verki. Lögregla bar hinsvegar kennsl á manninn af myndum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar og voru mennirnir yfirheyrðir í kjölfarið. Þeir játuðu brot sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×