Innlent

Geir vill kjósa um aðildarviðræður

Forsætisráðherra telur koma til greina að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við evrópusambandið. Þetta kemur fram í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag.

Birtar eru greinar eftir Geir Haarde í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag og það er í Morgunblaðsgreininni sem hann setur fram þá hugmynd að kosið verði um hvort gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Geir skrifar að vegna alvöru og mikilvægi málsins þurfi ríkisstjórnin skýrt umboð. Eðlilegt væri að setja lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga svo til kosninga nokkrum vikum síðar. Þetta er svipaðar hugmyndir og Steingrímur J. Sigfússon setti fram á flokksráðsfundi Vinstri Grænna fyrir skömmu.

Ingibjörg Sólrún skirfar líka um Evrópumálin í dag. Þar segir hún að ef Íslendingar skipi sér hvergi í sveit verði Íslendingar eins og bátskríli á úfnu hafi alþjóðlegra hræringa. Hún segir hagsmunum íslendinga best borgið í Evrópusambandinu og vonast til að forsendur skapist hér landi fyrir því að hægt verði að sækja um aðild á fyrri hluta næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×