Innlent

Ráðning skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu ólögleg

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið.
Forsætisráðuneytinu var óheimilt að setja Björn Rúnar Guðmundsson í embætti skrifstofustjóra á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu ráðuneytisins frá 1. Nóvember síðastliðnum, án þess að auglýsa starfið fyrst. Þetta kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis.

Í frétt á heimasíðu forsætisráðuneytisins 31. Október 2008 var greint frá því að forsætisráðherra hefði sett Björn sem skrifstofustjóra á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu ráðuneytisins frá 1,. Nóvember 2008 til 31. Ágúst 2009. Umboðsmaður tók til athugunar að eigin frumkvæði hvort umrætt embætti hefði verið auglýst laust til umsóknar og bendi fyrirspurn til forsætisráðuneytisins. Svör ráðuneytisins voru meðal annars þau að túlka yrði heimildir stjórnvalda á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands að vissu marki í ljósi þess alvarlega ástands sem uppi hefði verið í þjóðfélaginu. Ráðuneytið taldi einnig að nauðsynlegt hefði verið að bregðast á skjótan hátt við vaxandi verkefnum í hagstjórninni ásamt því að byggja trúverðugleika í samskiptum, innanlands og á alþjóðavettvangi.

Á þessar röksemdir forsætisráðuneytisins féllst Umboðsmaður ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×