Innlent

Seðlabankastjórar fá launalækkun

Bankaráð Seðlabankans hefur samþykkt að lækka laun bankastjóra um 15 prósent frá 1. janúar næstkomandi. Er þetta gert með vísan til breytingar á lögum um kjararáð sem gerðar voru á dögunum.

Ákvörðunin gildir til loka árs 2009. Eftir breytinguna verður Davíð Oddson, formaður bankastjórnar með 1.293.953 krónur á mánuði og þeir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason með 1.198.1005 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×