Innlent

Fjöldi brenna um allt land

Tugir brenna verða haldnar víða á landinu í kvöld, gamlárskvöld. Fjórar stórar brennur verða í Reykjavík í ár og fimm litlar.

Stóru brennurnar verða við Ægisíðu, á Geirsnefi, í Gufunesi vestan við Rimahverfi og við Rauðavatn. Litlu brennurnar verða við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð, við Suðurfell í Breiðholti, við Kléberg á Kjalarnesi, í Skerjafirði og við Skjöld - vestan Laugarásvegar til móts við Valbjarnarvöll.

Kveikt verður í öllum brennum kl. 20:30 á gamlárskvöld nema einni bennunni í Skerjafirði sem verður tendruð kl. 21:15.

Ekki verður brenna í Ártúnsholti eins og verið hefur undanfarin ár. Í Garðabæ verður ein brenna við Sjávargrund og verður kveikt í henni klukkan 21.00. Áramótabrenna Hafnarfjarðar verðu að Ásvöllum, við Tjarnarvelli og verður bálið tendrað kl. 20.30 og á Álftanesi klukan 20:30. Í Kópavogi verður hún í Dalssmára klukkan 20:30. Í Ullarbrekkum í Mosfellinga kl. 20.30 og á Seltjarnarnesi verður brennan á Valhúsarhæð klukkan 21. Á Akureyri verður brennan við Litla Hvamm og hefst klukkan 20:00. Á Egilsstöðum hefst hún klukkan 16:30, á Höfn í Hornafirni klukkan 20:30 og í Vestmannaeyjum við Hástein klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×