Innlent

Viðar Már í stað Páls Hreinssonar í Hæstarétt

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur, að tillögu Hæstaréttar Íslands, skipað Viðar Má Matthíasson prófessor til að vera varadómari í Hæstarétti Íslands frá 1. janúar 2009.

„Viðar Már situr sem varadómari í tímabundnu leyfi Páls Hreinssonar hæstaréttardómara, en Páll gegnir starfi formanns rannsóknarnefndar samkvæmt lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða," segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×