Innlent

Mannlíf valdi Guðmund mann ársins

Guðmundur Þ. Guðmundsson er maður ársins að mati Mannlífs.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er maður ársins að mati Mannlífs.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í hanknattleik, er maður ársins að mati tímaritsins Mannlífs. Blaðið kom út í dag. Guðmundur stýrði landsliðinu, sem fór frægðarför á Ólympíuleikana í Peking og kom heim með silfurverðlaun.

Þá var Hanna Birna Kristjánsdóttir, valin stjórnmálamaður ársins, en það vakti athygli dómnefndar blaðsins að öldurnar hafi lægt í borgarmálum eftir að hún tók við embætti borgarstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×