Innlent

Atvinnuleysi nær hæstu hæðum í maí

Vinnumálastofnun hefur tekið saman skýrslu um horfur á vinnumarkaði næstu mánuði. Megin niðurstöður samantektarinnar er að atvinnuleysi muni hækka nokkuð hratt næstu 2-3 mánuði og fara í ríflega 7% í janúar og yfir 8% í febrúar. Eftir það mun atvinnuleysi aukast hægar og fara í 9-10% á vormánuðum. Hæst fari atvinnuleysi í maí samhliða því að námsmenn koma út á vinnumarkaðinn og eigi erfitt með að fá störf.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir einnig að atvinnuleysi fari svo lækkandi í júní og búast megi við að það lækki áfram fram í september í takt við hefðbundna árstíðarsveiflu.

„Erfitt er þó að spá fyrir um hversu mikil sú lækkun verður, en reiknað er með að meðalatvinnuleysi ársins 2009 verði á bilinu 7-9%."



Skýrsluna er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar á pdf-formi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×