Erlent

Hernaði verður haldið áfram á Gaza

Núverandi ástand býður ekki upp á vopnahlé á Gaza. Þetta sagði Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels við blaðamenn að loknum fundi með öryggisráði landsins í dag.

Hann útilokaði ekki að hægt yrði að semja um vopnahlé í framtíðinni. Ef aðstæður breyttust og ísraelsstjórn teldi að hægt yrði að finna diplómatíska leið til að tryggja öryggi á svæðinu myndu stjórnvöld hugleiða þær leiðir. Í augnablikinu væru þær hinsvegar ekki til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×