Innlent

Fyrrum forstjórar Kaupþings aðstoða þá sem skulda bankanum

Tveir af fyrrum forstjórum gamla Kaupþings aðstoða nú skuldunauta bankanna í gegnum ráðgjafarfyrirtæki sem þeir reka. Fyrirtækið heitir Consolium ehf og sérhæfir sig í viðskipta- og rekstrarráðgjöf. Fyrirtækið er meðal annars rekið af þeim Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings samstæðunnar.

Ingólfur tók við starfi Hreiðars Más sem forstjóri Kaupþings á Íslandi árið 2005. Hreiðar settist þá í forstjórastól Kaupþings samstæðunnar en báðir gengdu þeir sínu starfi þangað til bankinn hrundi nú í október.

Ingólfur og Hreiðar bjóða nú fyrirtækjum og einstaklingum sem skulda bönkunum upp á ráðgjafarþjónustu við að semja um skuldir. Rétt er að taka fram að ekki er einungis um skuldunauta Kaupþings að ræða.

Hreiðar Már staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis en vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×