Innlent

Mótmælendur hentu skóm í þinghúsið

Talið er að um fimm hundruð manns hafi komið saman á Austuvelli, klukkan þrjú í dag, þar sem mótmælt var í ellefta sinn. Líkt og fyrir viku síðan voru engin ræðuhöld í þetta skiptið en fólkið sýndi samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn.

Eftir að þögninni lauk hentu nokkrir mótmælendur skóm sínum í Alþingishúsið en jafnframt var snjóboltum kastað í húsið. Þá púuðu mótmælendur á Alþingi. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnir Seðlabankans og Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust og boðað verði til kosninga sem fyrst.

Hugmyndin að skókastinu er að líkindum fengin úr fréttum af því þegar írakskur blaðamaður henti skóm sínum í George Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar að hann var í heimsókn í Bandaríkjunum á dögunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×