Erlent

Danskir hermenn féllu í Afganistan

Danskir hermenn féllu í Afganistan.
Danskir hermenn féllu í Afganistan.

Þrír danskir hermenn féllu og einn særðist þegar bifreið þeirra ver ekið yfir vegsprengju í Helmand héraði í suðvestur Afganistan í nótt. Bifreið hermannanna var hluti af bílalest en verið var að flytja birgðir. Hermaðurinn sem særðist mun úr lífshættu en hann gekkst þegar undir aðgerð. Tveir danskir hermenn féllu í Afganistan fyrr í mánuðinum í bardögum. Um sjö hundruð danskir hermenn eru í landinu. Tuttugu hafa fallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×