Innlent

Sagði sig úr bankaráði Seðlabankans

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir.

Halla Tómasdóttir, sem var varamaður í bankaráði Seðlabankans, hefur sagt sig úr ráðinu. Halla, sem er stjórnarformaður Auðar Capital, sat í ráðinu sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en tilkynnti um afsögn sína fyrir fáeinum vikum. Halla sagði í samtali við Vísi að ástæðan fyrir afsögn hennar væri sú að hún teldi pólitík og peningamálastjórn ekki fara saman. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Alþingi kaus nýjan fulltrúa í stað Höllu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×