Innlent

Vonbrigði og óvissa fyrir Skjáinn

Sigríður Margrét Oddsdóttir
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Ákvörðun menntamálanefndar um að fresta gildistöku laga um RÚV veldur starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar Skjásins miklum vonbrigðum og skapar óvissu um framtíð fyrirtækisins. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigríður Margrét Oddsdóttir.

Þetta gæti sett áform fyrirtækisins, um að endurráða alla starfsmenn sína, í uppnám.

Þrátt fyrir að fresta takmörkununum leyfir nefndin engu síður að nefskattur verði settur á landsmenn, til að standa undir rekstri RÚV.

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir að hér sé ekki um tekjuaukningu fyrir RÚV að ræða. Skatturinn skili sömu tekjum og afnotagjöldin áður.

Spurður segist hann alltaf hafa viljað treysta markaðnum fyrir þessum rekstri „en við viljum sjá afleiðingar þess betur að takmarka fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði“. Viðamiklar umsagnir hafi borist nefndinni sem þurfi að skoða.

„Ég vona auðvitað að Skjárinn nái að þreyja þorrann fram að 15. febrúar, þegar nefndin skilar niðurstöðu um frumvarpið,“ segir Sigurður Kári.

- kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×