Innlent

Þórunn verðlaunuð af RÚV

Þórunn valdimarsdóttir
Þórunn valdimarsdóttir

Verðlaun Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins veitti í gær Þórunni Valdimarsdóttur, rithöfundi og sagnfræðingi, viðurkenningu sjóðsins fyrir árið 2008 og 600 þúsund króna verðlaun.
Viðurkenningin hefur verið veitt frá árinu 1956. Kristín Steinsdóttir hlaut hana í fyrra og Jón Kalman Stefánsson árið þar áður.
Í stjórn sjóðsins eru Eiríkur Guðmundsson og Jórunn Sigurðardóttir frá Ríkisútvarpinu, Pétur Gunnarsson og Kristín Steinsdóttir frá Rithöfundasambandinu og formaðurinn Skafti Þ. Halldórsson frá menntamálaráðuneytinu. - sh
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.