Innlent

Mótmæla ellefta laugardaginn í röð

Hörður Torfason og félagar í Röddum fólksins boða enn sem fyrr til útifundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er ellefti laugardagurinn í röð sem slíkt er gert. Þó verða eins og síðast engin ræðuhöld heldur er hugmynd fundarboðenda að fólk sýni samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn. Kröfur fundarboðenda eru að stjórnir Seðlabankans og Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust og boðað verði til kosninga sem fyrst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×