Erlent

Írska innanríkisráðuneytið fellur frá ákærum

Írakskir hermenn ásamt Bandarískum kollegum sínum. Mynd/ AFP.
Írakskir hermenn ásamt Bandarískum kollegum sínum. Mynd/ AFP.

Íraska innanríkisráðuneytið hefur fallið frá ákærum gegn tuttugu og þremur mönnum sem handteknir voru á fimmtudaginn grunaðir um að hafa ætlað að ræna völdum í landinu. Nítján hafa þegar verið látnir lausir.

Mennirnir sem handteknir voru eru ýmist starfsmenn ráðuneyta eða hermenn. Þeir voru sagðir liðsmenn samtaka sem vildu koma Baath flokki Saddams Hússeins aftur til valda. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins sagði í morgun að ekkert hefði komið fram sem styddi við þær ásakanir.

Handtökurnar komu til á viðkvæmum tíma í íröskum stjórnmálum en kosið verður til sveitastjórna í næsta mánuði og hörð pólitísk átök í uppsiglingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×