Innlent

Norrænir bændur brýna íslensk stjórnvöld

Bændasamtökum Íslands hefur borist stuðningsyfirlýsing frá norrænum systurhreyfingum þess. Í yfirlýsingunni lýsa bændasamtök Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs sérstakri samstöðu með íslensku bændastéttinni í þeim erfiðu efnahagsaðstæðum sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi.

,,Norrænir bændur vonast til að íslenska ríkisstjórnin fylgi tilmælum okkar og sjái til þess að Ísland eigi traustan og lifandi landbúnað í framtíðinni. Landbúnaðurinn er mikilvægur og órjúfanlegur þáttur sameiginlegrar norrænnar landbúnaðararfleifðar og hefðar," segir í yfirlýsingunni.

Formennirnir benda á mikilvægi íslensks landbúnaðar til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og þá staðreynd að innlend landbúnaðarframleiðsla sé mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem framundan er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×