Erlent

Flotadeild send til að verjast sómölskum sjóræningjum

Sómalskur sjóræningi
Sómalskur sjóræningi

Hollenskt herskip hefur tekið að sér að fylgja flutningaskipi sem á að flytja matvæli til sveltandi fólks í Sómalíu. Eftir 120 árásir sjóræningja á þessu ári er Evrópusambandið að taka við sér og sendir flotadeild á svæðið í næstu viku.

Þar er fyrir átta skipa flotadeild undir stjórn Dana og fjögur skip frá NATO. Svæðið sem þau þurfa að gæta er hinsvegar gríðarstórt, um þrjár milljónir ferkílómetra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×