Innlent

Hugtakið pólitísk ábyrgð er dautt

Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur og kennari við Háskólann á Bifröst.
Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur og kennari við Háskólann á Bifröst.

Stjórnmálamenn þykjast ekki vita hvað felst í pólitískri ábyrgð. Af þeim sökum er hugtakið svo gott sem dautt á Íslandi. Þetta segir Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur og kennari við Háskólann á Bifröst, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Birgir segir að hér á landi vísi hver á annan og enginn gengst við ábyrgð á nokkrum hlut. Hér sé um alvarlegan lýðræðisvanda að ræða sem ekki geti gengið til lengdar.

Birgir segir að fyrir síðustu kosningar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra stært stærði sig af góðri stjórnun efnahagsmála. Honum og stefnu Sjálfstæðisflokksins væri sérstaklega treystandi í þessu efni. ,,Þegar illa gengur getur forsætisráherra persónulega eða flokkur hans því ekki firrt sig ábyrgð og eðlilegt að kjósendur persónugeri vandann að hluta til. Hér bauð Geir upp í dans og getur ekki hætt í miðjum klíðum þegar honum sjálfum hentar."






Tengdar fréttir

Uppgjörið er margþætt

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra og núverandi forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar setti á laugardaginn ofaní við það fólk sem vill að einhver beri ábyrgð á hruni bankanna. Með heldur hrokafullu yfirlæti segir hann fólki frekar að líta í eigin barm og taka ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi, skoðunum eða skoðanaleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×