Erlent

Kennslanefndin í Srebrenica vinnur enn baki brotnu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Cheryl Katzmarzyk, einn sérfræðinga kennslanefndarinnar, að störfum.
Cheryl Katzmarzyk, einn sérfræðinga kennslanefndarinnar, að störfum. MYND/CNN

Alþjóðleg kennslanefnd sem unnið hefur árum saman að því að bera kennsl á líkamsleifar meira en 8.000 fórnarlamba Bosníu-Serba, sem myrt voru sumarið 1995 í bænum Srebrenica í austurhluta Bosníu, er hægt og bítandi að ná nokkrum árangri í starfi sínu.

Fórnarlömbin voru múslimar sem bosníski hershöfðingin Ratko Mladic beinlínis slátraði á nokkrum klukkustundum fyrir utan bæinn og gróf svo í fjöldagröfum. Segir nefndin dæmi um að leifar einnar og sömu manneskjunnar hafi fundist í allt að átta hlutum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×