Innlent

Ögmundur kvartaði yfir forföllum ráðherra

Ögmundur Jónasson, þingmaður.
Ögmundur Jónasson, þingmaður.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG gagnrýndi ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir að mæta ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í þinginu í morgun eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, boðuðu bæði forföll og kvartaði Ögmundur yfir því að um þau hafi verið tilkynnt með litlum fyrirvara.

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis svarað Ögmundi og benti á að Þorgerður hefði boðað forföll vegna veikinda og að Forsætisráðherra hafi boðað forföll af óviðráðanlegum orsökum rétt fyrir fundarbyrjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×