Innlent

Hæstiréttur staðfesti 16 ára fangelsi í Hringbrautarmálinu

Hæstiréttur staðfesti í dag 16 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórarni Gíslasyni. Þórarinn var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í maí síðastliðnum fyrir að hafa ráðið Borgþóri Gústafssyni bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra.

Þórarinn veitti Borgþóri, þrjú högg í höfuðið með duftslökkvitæki. Við það brotnaði höfuðkúpa Borgþórs á þremur stöðum þannig að það blæddi inn á hana og hann lést í kjölfarið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×