Innlent

BHM vill að allt verði gert til að forðast uppsagnir

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.

Bandalag háskólamanna beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis og sveitarfélaga að komi til niðurskurðar í opinberum rekstri verði allt gert til að forðast uppsagnir. „Í svari fjármálaráðherra á þingfundi í dag, við fyrirspurn um lækkaðan launakostnað hins opinbera, kom fram að "engar sérstakar línur í þessum efnum hefðu verið lagðar fyrir ríkisstofnanir"," segir í tilkynningu frá bandalaginu.

Þá skorar BHM á fjármálaráðherra að umræddar línur verði lagðar á þann hátt að allt verði gert til að forðast uppsagnir og atvinnuleysi.




Tengdar fréttir

Pétur Blöndal vill að ríkið taki atvinnulífið sér til fyrirmyndar

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef hið opinbera neyðist til að lækka launakostnað sinn þá ætti heldur að grípa til þess að lækka vinnuhlutfall starfsmanna í stað þess að segja sumum þeirra upp að fullu. Þetta kom fram í fyrirspurn sem hann beindi til fjármálaráðherra þar sem hann spurði hvernig standi á því að Ríkisútvarpið skuli grípa til þess að segja upp fólki endanlega í stað þess að minnka vinnuhlutfall starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×