Erlent

Mumbai-morðingjarnir hlutu þjálfun í Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverskur almenningur er æfur af bræði út í nágrannana í Pakistan.
Indverskur almenningur er æfur af bræði út í nágrannana í Pakistan. MYND/Getty Images

Hryðjuverkamennirnir sem myrtu tæplega 200 manns í Mumbai á Indlandi í síðustu viku eyddu síðustu þremur mánuðum í stífri þjálfun í Pakistan.

Lögregluforinginn sem stjórnar rannsókninni á ódæðisverkunum segir eina eftirlifandi hryðjuverkamanninn hafa játað þetta við yfirheyrslur. Hann segir það enn fremur komið fram í dagsljósið að árásarmennirnir hafi allir verið Pakistanar en því hafa pakistönsk yfirvöld neitað ákaft. Þá hafi þeir hlotið áralanga þjálfun hjá hryðjuverkasamtökum sem tengjast al Kaída-samtökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×