Innlent

Ók á ljósastaur og stakk af

Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur við Grensásveg í nótt og braut hann niður. Þrátt fyrir að bíllinn hafi stórskemmst reyndi maðurinn að stinga af, en náðist skömmu síðar á Nýbýlavegi í Kópavogi og var tekinn úr umferð.

Bíllinn var það mikið skemmdur að lögregla lét fjarlægja hann með kranabíl og starfsmenn Orkuveitunnar voru kallaðir út til að aftengja staurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×