Innlent

Engin stefnubreyting hjá VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna boðar ekki stefnubreytingu í Evrópumálum þótt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi á síðustu dögum ákveðið að flýta landsfundum sínum vegna málsins.

Vinstri grænir hafa hingað til verið frekar neikvæðir í garð evrópusambandsins. Hið sama má segja um sjálfstæðismenn og ákveðinn arm innan Framsóknarflokks en síðustu daga hafa hlutirnir gerst hratt.

Á föstudaginn tilkynntu sjálfstæðismenn að landsfundi flokksins yrði flýtt fram í janúar og þar yrðu Evrópmálin á dagskrá og í gær ákvaðu framsókanarmenn að gera slíkt hið sama.

Formaður Vinstri grænna boðar ekki stefnubreytingu. Stefnan sé mótuð og samþtykkt á landsfundi sem næst verður haldinn eftri tæpt ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×