Innlent

Rússar segja fjögurra milljarða evra lán of hátt

Dmitry Pankin sagði í dag að fjögurra milljarða evra lán til Íslendinga væri of hátt.
Dmitry Pankin sagði í dag að fjögurra milljarða evra lán til Íslendinga væri of hátt.
Rússar hugleiða að veita Íslandi lán, en það verða ekki þeir fjórir milljarðar evra sem áður hafa verið ræddir. Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að það væri of há fjárhæð.

Eins og frægt er orðið tilkynnti Seðlabanki Íslands um miðjan október að búið væri að semja um fjögurra milljarða evra lán frá Rússum en dró svo í land skömmu síðar. Íslensk sendinefnd fór í kjölfarið til Rússlands til að ræða möguleika á láni en enn hefur ekkert komið út úr þeim viðræðum.

Pankin sagði á fundinum í dag að skoðað yrði vandlega hvernig Íslandi tækist að semja við aðra lánardrottna og að miklu máli skipti hvernig þróunin í bankakerfinu yrði. Rússar hafa áður gefið til kynna að lán væri mögulegt, en þó ekki tryggt, ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fellst á að veita Íslandi lán.

Samkvæmt frétt Telegraph um málið hafa Rússar undanfarið notað gjaldeyrisforða sinn til að styrkja rúbluna og styðja við efnahag landsins en fjórir milljarðar evra eru enga síður minna en eitt prósent eftirstandandi gjaldeyrisforða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×