Innlent

Þriðji opni borgarafundurinn í kvöld á NASA

Frá fyrsta borgarafundinum í Iðnó.
Frá fyrsta borgarafundinum í Iðnó.

Aðstandendur tveggja borgarafunda sem haldnir hafa verið í Iðnó síðustu vikur vegna efnahagsástandsins hafa nú blásið til þriðja fundarins sem verður í kvöld og að þessu sinni á skemmistaðnum NASA við Austurvöll.

Fjórir frummælendur hefja umræðuna, þau Irma Erlingsdóttir bókmenntafræðingur, Eggert Briem stærðfræðingur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur. Þar á eftir verður orðið gefið laust og hægt verður að spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.

Í pallborðinu verða Ólafur Stephensen, Jón Kaldal, Broddi Broddason, Egill Helgason, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Arna Schram frá Blaðamannafélagi Íslands. Aðstandendur borgarafundarins hvetja fólk til að koma og sömuleiðis ríkisstjórnina, alþingismenn, seðlabankastjóra og aðra bankastjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×