Erlent

Endeavor komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríska geimskutlan Endeavor kom til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær með sjö geimfara og rúmlega sex tonn af búnaði.

Til stendur að betrumbæta vistarverur áhafnarinnar og stækka þær enda verður fjölgað í áhöfninni á næsta ári. Endeavor snýr að öllum líkindum aftur til jarðar í lok mánaðarins. Gert er ráð fyrir að geimskutlur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA fari tíu ferðir í viðbót áður en þeim verður lagt árið 2010 en þá á smíði alþjóðlegu geimstöðvarinnar að vera lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×