Fleiri fréttir

Eldur í bát á Húnaflóa

Um hálf fimm í dag var Björgunarskipið Húnabjörg á Skagaströnd kallað út vegna elds í 18 tonna bát á Húnaflóa. Þrír skipverjar voru um borð og náðu þeir að slökkva eldinn.

Ólga eftir snarpa gengislækkun

Mikil ólga er í samfélaginu eftir snarpa gengislækkun krónunnar að undanförnu. Forsætisráðherra var í dag hvattur til þess að koma ekki heim frá Bandaríkjunum án samnings við bandaríska seðlabankann til að styrkja krónuna.

Öryggisráðið ályktar um Íran

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nú í kvöld ályktun þar sem þess er krafist að Íranir hætti auðgun úrans. Engar þvingungaraðgerðir voru tilteknar í ályktuninni.

Úrskurður sagður áfall

Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina.

Læknar hóta verkfalli

Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í Kópavogi í dag. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn og samninganefnd félagsins í yfirstandandi kjaradeilu og heimilar þessum aðilum að hafa forgöngu um nauðsynlegar aðgerðir lækna til að ná fram ásættanlegum samningi við fjármálaráðherra.

RARIK gagnrýnir ASÍ

RARIK gagnrýnir verðkönnun sem ASÍ gerði og fjallað var um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. ASÍ bar saman verð á rafmagni hjá RARIK og Orkusölunni.

Gunnlaugur hljóp 245 kílómetra á 34 klukkutímum

Gunnlaugur Júlíusson lauk í dag Spartaþlon hlaupi. Hann varð í 74. sæti. Hlaupið er 245 kílómetrar og því mikið afrek hjá Gunlaugi að ljúka hlaupinu. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á 34 klukkutímum 12 mínútum og 17 sekúndum.

Newman látinn

Paul Newman lést á heimili sínu í Wesport í Conneticut í gær. Hann var 83 ára gamall. Newman lést úr lungnakrabbameini.

Minningarmyndband um Hrafnhildi Lilju

Vinir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur hafa sett saman minningarmyndband um vinkonu sína. Myndbandið var birt á minningarsíðu Hrafnhildar þar sem tæplega eitt þúsund manns hafa skráð sig.

Esjan grá

Esjan, borgarfjall Reykjavíkur, var grá í morgun þegar árrisulir borgarbúar litu til norðurs.

Nýjasta varðskip Dana til sýnis

Nýjasta varðskip danska flotans verður til sýnis í Reykjavík eftir hádegið. Skipið, sem heitir Knud Rasmussen, er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Mette Marit hleypur Glitnismaraþon

Um 7000 manns hafa skráð sig til þátttöku í Glitnismaraþoninu sem hlaupið verður í Osló á morgun. Fjöldi þátttakenda vaxið mikið frá því á síðasta ári, en þá hlupu um 4500 manns. Meðal hlaupara í ár er norska krónprinsessan, Mette Marit, og mun hennar hátign hlaupa 10 km.

Kínversk geimganga

Kínverski geimfarinn Zhai Zhiang varð í morgun fyrsti Kínverjinn til þess að ganga í geimnum. Fjölmargir Kínverjar fylgdust spenntir með afreki hans í beinni útsendingu.

Geir vill að 21. öldin verði öld Sameinuðu þjóðanna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands segir að í ræðunni hafi Geir fjallað um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga. Einnig lagði hann áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, þar með talið réttindum kvenna.

Japönskum skipverjum sleppt gegn lausnargjaldi

Sómalskir sjóræningjar slepptu í dag japönsku skipi og 21 manns áhöfn þess en skipið var hertekið fyrir þremur mánuðum síðan. Að sögn Reuters fréttastofunnar munu eigendur skipsins hafa fallist á að borga lausnargjald að sem nam tveimur milljónum bandaríkjadala.

Átöppunarverksmiðja gangsett að Hlíðarenda

Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfsrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial vatnið í Þorlákshöfn, gangsettu í dag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Það voru stofnendur Icelandic Glacial, þeir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson, sem ræstu fyrri framleiðslulínu verksmiðjunnar formlega í dag ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráherra.

Geir og Ban Ki-Moon hittust í New York

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi þeir rætt um alþjóðleg viðbrögð við afleiðingum loftlagsbreytinga, framlag Íslands á vettvangi SÞ og framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Bílvelta við Kerið

Bílvelta varð rétt norðan við Kerið í Grímsnesi í kvöld. Að sögn lögreglu voru fjórir í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn þeirra mun hafa meiðst alvarlega en fyrsta tilkynning til lögreglu var á þá leið að einn væri fastur í bílnum.

Engin svör fást um hversvegna Ísland var haft útundan

Bandaríski seðlabankinn taldi ekki ástæðu til að hafa Seðlabanka Íslands með þegar gerðir voru gjaldmiðlaskiptasamningar við seðlabanka allra hinna Norðurlandanna. Engin skýring fæst hversvegna Ísland var haft útundan.

Reyndu að þagga málið niður

Lögregla reyndi að þagga morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur niður þegar málið kom upp með því að segja það sjálfsmorð. Þetta segir rannsóknarblaðamaður í Cabarete í Dómíníska lýðveldinu sem fjallað hefur um málið.

Þrýst á um verðhækkanir

Bunkar tilkynninga frá heildsölum um verðhækkanir hrannast nú upp daglega í matvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Bónuss segir mikinn þrýsting á verðhækkanir eftir gengislækkun krónunnar að undanförnu.

Er Madeleine á Mallorca?

Enn er leitað að Madeleine McCann, litlu stúlkunni sem hvarf í Portúgal í maí á síðasta ári. Nú beinar sjónir manna að Mallorca, en breskt par segist fullvisst um að þau hafi séð stúlkuna í för með tveimur konum. Parið fór á hótelið sitt, fóru á Netið og skoðuðu myndir af Madeleine og þá sannfærðust þau um að stúlkan sem þau sáu hafi verið Maddý.

Guðni braut ekki jafnréttislög

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Ágústsson af kæru um að hafa brotið gegn jafnréttislögum með því að hafa í embætti landbúnaðarráðherra gengið fram hjá Ingileif S. Kristjánsdóttur við ráðningu í starf rektors Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samtök fiskvinnslustöðva vilja breytta starfsemi Seðlabankans

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að láta fara fram nú þegar endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Þar verði fleiri þættir en verðbólgumarkmið látnir ráða við stjórn peningamála, svo sem jafnvægi í viðskiptum við útlönd.

Engin kreppa á Norðurlandi

Netútgáfa héraðsfréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki var opnuð í dag. Feykir hefur komið út vikulega út á prenti í 28 ár, og heldur áfram með óbreyttu sniði. Guðný Jóhannesdóttir hefur ritstýrt blaðinu í tvö ár og segir undirbúning að vefnum hafa staðið jafn lengi.

Rakettumaðurinn flaug yfir Ermarsund

Svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy flaug í dag yfir Ermarsund á væng með fjórum litlum þotuhreyflum sem var spenntur á bakið á honum.

Litháískt hústökufólk játar brot sín

Karlmaður og kona frá Litháaen, sem handtekin voru fyrir viku á Akureyri vegna gruns um þjófnaði og hústöku, hafa játað á sig brot sín og verið úrskurðuð í farbann til 17. október eða þar til dómur gengur í máli þeirra.

Rannsókn lokið á máli ofbeldisfulls föður

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við rannsókn á máli föður á höfuðborgarsvæðinu, sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín ofbeldi. Hann er meðal annars grunaður um að hafa notað eitt þeirra sem hnífaskotskífu.

Nokkrum tugum sagt upp hjá Þ.G. verktökum

Þ.G. verktakar hyggjast segja upp nokkrum tugum starfsmanna nú um mánaðamótin og eru uppsagnarbréf að berast starfsmönnum. Davíð Már Sigurðsson starfsmannastjóri Þ.G. verktaka, staðfesti þetta í samtali við Vísi en sagði verið að vinna í málinu. Hann sagði því ekki liggja fyrir hversu mörgum nákvæmlega yrði sagt upp.

Því dæmist rangt vera

Tvíburasystur á Ítalíu hafa verið ákærðar fyrir svik. Önnur þeirra er lögfræðingur og afleysingadómari. Hin er húsmóðir.

Héraðsdómur snýr úrskurði Jónínu við

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, þar sem fallist var á lagningu vegar í gegnum Teigsskóg á Vestfjörðum.

Morðrannsóknin stendur enn yfir

Rannsókn á morði Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur er ekki enn lokið samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fékk sent skeyti í gær frá Interpool um að rannsóknin væri enn í gangi.

Stórblöð kalla John McCain lygara

Í nýjasta hefti bandaríska vikuritsins Time er grein þar sem fjallað um það sem kallað er einstaklega óheiðarleg kosningabarátta Johns McCain.

Greiddi fyrir heimsendan mat með fölsuðum seðlum

Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur tvítugum manni fyrir peningafals. Samkvæmt ákæru sem þingfest var í gær á maðurinn að hafa greitt sendli sem kom með mat heim til hans með tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum. Fyrirtaka verður í málinu á næstu dögum.

Segja almenning fjármagna virkjanastefnu OR

Vinstri grænir í Reykjavík segja að með gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sé almenningi ætlað að borga fyrir umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins.

Fritzl færður í hryllingskjallarann

Austurríski faðirinn Josef Fritzl hefur verið færður í kjallarann þar sem hann hélt Elíabetu dóttur sinni fanginni í 24 ár og nauðgaði henni.

Ósátt við niðurstöðu héraðsdóms

Lögmaður landeiganda að Skálmholtshrauni við Þjórsá er ekki sáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem landeigandinn höfðaði vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Sjá næstu 50 fréttir