Erlent

Þyrla hrapar í Danmörku - Einn látinn

Mynd: bt.dk
Mynd: bt.dk

Einn er látinn og annar mikið slasaður eftir að þyrla hrapaði til jarðar við Kirke Hylling á Sjálandi.

Bærinn er miðja vegu á milli Hróarskeldu og Holbæk.

Tveir voru um borð í þyrlunni sem hrapaði en þetta mun hafa gerst seinni partinn í dag. Flugmaðurinn er mikið slasaður en farþegi hans er látinn.

Fyrstu fréttir í Danmörku hermdu að þyrlan sem fórst hafi verið frá Danska hernum. Þær fréttir hafa nú verið leiðréttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×